Myndir Árna Þórs frá Odda

Þetta eru flestar myndirnar sem ég tek á myndavelina mína.

Færslur: 2006 Apríl

30.04.2006 23:42

Vorfagnaðurinn (1)

          Mynda blogg veðrið og Vorfagnaðurinn (1) 2006

                            Hótel Laugarhóll

Jæja þá er komið að felumynd kannski sjáið þið tvær Gæsir hver veit.  

                                                    Vorfagnaðurinn (1) 2006

Óskar Torfasson Framkvæmdarstjóri bauð alla velkomna á Vorfagnaðinn.2006.            

Bára Karlsdóttir og Kristján Jóhansson sáu um matinn hjá okkur

Svanhólm spilaði undir Matnum.

Guðmundur Björgvin spilaði á Gítar og stjórnaði fjöldasöngnum hjá okkur.   

 

29.04.2006 18:24

Að fésa hausa.

Mynda blogg og veðrið svo var verið að Fésa Hausa 29/4 2006

    Gæsirnar eru komnar að skemma Túnin              

Lappi horfir út í loftið.   

Herman og Kristína voru Að fésa hausa í gær svo það koma nokkrar myndir af þeim.

Hann er stór þessi Þorskhaus segir Hemmi     

Hér er Herman að fésa hausinn.

fésaðir hausar.

28.04.2006 23:53

Saltaður Salfiskur

    Slæging sjólag og veður Svo var líka saltað.

Við söltuðum í 75 svona kör í dag fiskinn af Grímsey og Guðmundi Jóns.      

Dregið var í Léttvínsklúbbinum í dag og fékk Alla 6 flöskur Hafdís 3 flösku og Erna 2 flöskur en ég fékk ekki neina og hef aldrei fengið. En Alla gaf mér eina flösku í sárabót þessa Bláu sem er Hvítvín. Já takk fyrir það. En þetta var í síðasta skiptið sem dregið er í Léttvínsklúbbinum í bili. Svo ég læt vísuna fylgja með. 

 

Bágt nú hefur Árni átt

 Og aldrei vinning fengið,

 leyfir engan lukkudrátt                                            lævíst léttvínsgengið.

 

En ég held að Ölverinn ætti að fara að moka verundina hjá sér svo hún geti farið að þorna nú svo hann geti farið í sólbað á henni   

 

 

 

Logsin komið að vorfagnaðinum 2006-29/4 sem verðu á morgnum og Bára frænka og Kiddi sjá um matinn eins og í firra. Dúndrandi veisla og gaman.

   

 

 

 Kannski á að far að syngja textann minn komdu inn í Dranginn minn.    

 

Komdu inn í kofann minn. Er eftir Davíð Stefánsson. En texti er eftir E. Kálmann.

Komdu inn í Dranginn minn.

Texti er eftir Árna Þór Baldursson Odda.

 

Komdu inn í Dranginn minn,

er sólin skína fer.

þig skal aldrei iðrast þess

að eyða degi með mér.

Við Sprautusöltunar vélina

er ýmislegt að sjá,

tíu glaðar kerlingar

átta Körum hjá,

 

Nýu pör af vettlingum

Og gúmmí Svuntur þrjár,

tíu skip úr flotanum

og kvóta að veiða á.

Austurlenskar sundlaugar

og íslenskt bæjar ból.

Átta gráa hákarla

og gylltan Þægindastól,

 

Fjórtán stóra saltpoka 

og hrognatunnur sex,

Þúsund lítra bensín tank

og hráolíu kálf.

Hundrað kör af fiskibeini

fjandans  óþarfi

Og lampa þann sem logaði

Og lýsti Óskari.

 

Komdu inn í Dranginn minn

og sólin skína fer

alltaf rennur fiskurinn

á færibandi hjá mér.

Ég gleymdi einni gjöfinni,

og gettu hver hún er

Ég gleymdi bestu gjöfinni,

ég gleymdi matnum hér.

27.04.2006 23:50

Slæging sjólag og veður

       Svo kemur 26/4 og 27/4 var í vinunni

Víoletta Sunna Gugga og  Kristína voru að slægja fiskinn sem kom seinni daginn af Grímsey  

Alla hausaði fiskinn  

Erna var að frysta Bitafisk

                  Svo kemur 27/4 var í vinunni

Svo þegar ég var að taka myndir kom Píla hlaupandi og Sigurgeir á eftir henni    

25.04.2006 23:41

Grímsey með Bolta fisk

Grímsey St 2 sem er Dragnótarveiðiskip hitti heldur betur í lukkupottin

Aðfaranótt þriðjudags fór Grímsey aftur á sjó og kom um klukkan 16:45 með rúm áttatonn af bolta fiski  eða um tíukíló meðalþungi á hvern fisk. En þeir voru á veiðum austur á skaga báða dagana 

Bolta fiskur

Dóri segir við mig hvað á ég að halda lengi á þessum Gólfþorskum ég svaraði þar til að þú verðir rauður eins og Karfi í framann svara ég.    

Bjarni hlær og segir þar til að þú missir þá

Sigurgeir og Friðgeir hlægja líka  

Gunna og Gugga voru að verka Grásleppuhrogn 

 

Svo var allur fiskurinn slægður hjá Drangi og er unnin þar í salfisk    

Víoletta Kristína Hafdís og Erna voru að slægja fiskinn af Grímsey

Aðalbjörg sá um að hausa fiskinn eins og alltaf

 

24.04.2006 23:51

Hjá Grímsey.

Bræður mínir og pabbi eru búnir að taka Ullina af öllum kindunum í Odda núna 24/4 

 Bara nokkuð vel tekið af kindunum Ha

Þordís amma

Sölvi bróðir þenur fjórhjólið

Steinar bróðir tætir á stað á fjórhjólinu hann tók af flestum kinunum

  Baldur pabbi er að fá sér kaffi hann tók líka af nokkrum kindum  

 

  Grímsey fór út á sjó á aðfaranótt mánudags og komu í land á mánudagskvöld klukkan 9:30 með tæp sjötonn af stórum fiski eða rúm átta kíló meðalþungi á hvern fisk.

Dóri ekki henda í mig ég er að taka myndir    

 

23.04.2006 23:05

Nokkrir dagar Bloggaðir

            Nokkrir dagar Bloggaðir Byrjum á 21/4

Guðmundur Jóns var á sjó og var með góðan slatta af fiski   

Óli túra sá um að hífa upp úr bátnum

Siggi túra var í lestinni í bátnum

Haddi Helga og Þórdís voru á sjó og fengu slatta af tunnum

Þórdís hífði tunnurnar upp á bryggju   

Svo voru Víoletta og Gugga að skilja hrogn á sigti  

Svo kemur 22/4

Gunna er að færa blásturvopnið á milli tunna

Erna var að moka hrognunum í fötur úr kassanum  

 

Erna var að hræra hrognin í hrærivél

Gunna lætur restina í hrognaskiljuna  

 

Svo kemur 23/4 var heima

 

 

 

Svo kemur frá mér smá frétt á Strandir.is af veiðum hjá Grímsey fljótlega ég vona að ég komist á morgun á rauntíma á blogginu mínu.   

20.04.2006 23:27

Sumardagurinn fyrsti er í dag

            Mynd Blogg og veðrið.

Birgir og Ómar ræðast við nú þarna er pokinn

Ómar

Það vantaði fleiri tunnur og því var slægt í kör          

Bjarni Sóley og Sigurgeir fyljast með

Það er gott að fá fisk í soðið  

Þá er það nýja Kristbjörgin hans Gumma sem er Sómi 860 og Gummi rær á og Guðmundur Heiðar.

Þetta er svo lítið og þröngt að maður kemst valla í lestina hugsar Heiðar.

GLEÐILEGT SUMAR

19.04.2006 23:47

Sumardagurinn fyrsti á morgun

                 Mynda blogg og Grásleppuverkun 

 Hafdís hleypur lofti í tunnuna og þá þrýstast Hrognin upp í skiljuna    

Ég er að reina að vinna upp dagana sem komu ekki á bloggið þessa síðustu daga.   

18.04.2006 23:29

Bráðum Sumardagurinn fyrsti

            Mynda blogg og Fjöllin hinumegin

14.04.2006 23:30

Föstudagurinn langi

Mynd Blogg og veðrið. Farið var út í Grímsey að ná í kindur.En það náðist ekki nema einn kind og því var farið seinna um daginn og náðugs þá fleiri kindur eða sex ær og einn hrútur en það eru þrjár kindur en út í eyju þær voru í klettasyllu og ekki hægt að komast að þeim. 

Ég fór ekki en Steinar tók myndavelina mína með.         

 

 

 

 

Gugga og Helga

 

     Það er nú gott að ná einni segir Jón og skellir sér á bak.

Svona nú greyið komdu um borð segir Haddi og Gummi Dóri og Hilmar ýta á eftir henni.

 

Ætli hún sé með lömbum Haddi skoðar hana og gær hvort það sé júgur undir henni.

Þarna fóru þær helvíska og ekki hægt að komast að þeim

 

 

 

 

 

 

Þarna fóru þær bölvuð beininn Þessar þrjár og ekki nokkur leið að komast að þeim    

 

 En svona var veðrið í seinna skiptið þegar þeir fóru fram í eyju aftur leiðinda veður og myndavélin ekki með.     

13.04.2006 23:50

Bíllin minn.

Mynda blogg og Fermingarnar og Bíllin minn.

Halló ég er kominn aftur til að blogga en ég segi gleðilega Páska en við fórum á Suðurnesin í Fermingarveislur á skírdag já tvær veislur hjá Matthíasi og Oddi sama dag en ég gat lítið fengið mér því ég var kominn með hita og beinverki og orði bumbult já bara helvíti veiku frá Skírdeigi til átjánda fjórða og er rétt að skríða í sama form. 

  En ég brunaði svo bara beint heim sem betur fer um nóttina og kom í odda á mínum nýja fjalla bíll eða Nissan Patrol 1996 með lækkuð hlutföll á 38 tommu dekkum með loft læsingar að framan og aftann keyrður 273 þúsund en vélin tekinn upp í 200 þúsundum.Svo er hann með kastara að framann og vinnu ljós að aftan. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

09.04.2006 12:27

Veður myndir

                                                   Veður myndir

 

                                                                                 Baldurshagi   

  En hann verður fljótur að brána snjórinn þegar það rignir svona mikið.Eins og í kvöld En ég verð ekkert við tölvuna næstu sex daga því ég er að fara til Reykjavíkur og svo á suðurnesin í fermingar veislur en ég ætla að kaupa mér stóran Jeppa já bíl.    

 

08.04.2006 23:56

Kaldrananes og Veður myndir

            Veður Mynda blogg og Kaldrananes  

Þetta er pabbi Lappa hann Kátur

Þetta er mamma Lappa

Þetta eru bræður og systur hans Lappa

Þetta er systir hans Lappa og ef ykkur vantar hund eða tík þá eru þeir til þarna á Kaldrananesi  

Ingi Birna og fjölskilda frá Kaldrananes

Alda Lilja var að leggjakapal en hún kann það eins og hennar systkini.  

07.04.2006 23:47

Kanaríeyjar 11. Og Veður myndir.

      Mynda Blogg í dag veðrið og Kanaríeyjar. 

                                   Kanaríeyjar. 

 Hæ þá eru við kominn í Fuglagarðinn og Dýragarðinn Palmitos Park og þar var mikið að skoða.   

                           Þetta eru Eyðimerku hundar eða það held ég.

                                 Nú það kemur meira á MORGUNN.

 

 

Vafraðu um

Tenglar

Um mig

Nafn:

Árni Þór Baldursson

Farsími:

893 - 7061

Afmælisdagur:

10 - 02 - 1964

Heimilisfang:

Odda Bjarnarfirði Strandasýslu.

Staðsetning:

Strandasýsla

Heimasími:

451 - 3382

Faðir:

Baldur Sigurðsson

Móðir:

Erna Argrímsdóttir

Önnur vefsíða:

http://www.

Um:

Er verkstjóri hjá saltfiskvinnslunni Drangi á Drangnesi og löggiltur vigtunarmaður.
Flettingar í dag: 239
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 2461423
Samtals gestir: 342743
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 10:22:07

Eldra efni