Myndir Árna Þórs frá Odda

Þetta eru flestar myndirnar sem ég tek á myndavelina mína.

Færslur: 2007 Mars

31.03.2007 20:43

Krossáin


Myndar Blogg og veðrið 29/3 til 31/3 2007

29/3 2007

Svona var veðrið á Drangnesi í dag eins og þið sjáið 
Farfuglanir farnir að koma svo það er farið að styttas í Vorið.

Lítið um afla í vetur og vindasamt svo það hefur aldrei veri svona lélegt um þennan Árstíma.Svo það var keiptur þorskur frá Hólmavík enda fáir bátar á Drangnesi og lítið fiskast.

Karol það eru fjögur kör sem eru eftir að ná í inní kælirÁrni hvað er hún að segja ég skil ekki neitt núna í henni segir Karol við migJú það eru þrjú kör þarna þá eru eftir fjögur kör.

30/3 2007
Svona var veðrið á Drangnesi í dag eins og þið sjáiðAnna og leikskólabörnin

Svo var ég að Gella Þorskhausa í dag

31/3 2007
Krossáin var mikil í dagGott að blunda suður sýslunna

Svo ef þið viljið sjá fleiri myndir þá eru þær inná myndaralbúmi Krossá inná síðunni minni

21.03.2007 20:22

Ísafjörður og fleira 2007

Myndar Blogg og veðrið dagana 21/3 til 28/3
21/3 2007Þorsk Lundir af Hryggum.

22/3 2007


23/3 2007 


Fengum bílinn lánaðan hjá Pálma og Öllu til að far vestur á Ísafjörð á Jarðarfarinnar hjá Eiríki og Unnari.

24/3 2007 Jarðarfaradagur Unnars.
Í þessu húsi gistu við og fleiri húsum sem við höfðum.
25/3 2007
26/3 2007
27/3 2007
28/3 2007
Svo ef þið viljið sjá fleiri myndir þá eru þær inná myndaralbúmi Ísafjörður og fleira 2007 inná siðunni minni

16.03.2007 20:16

Hólmavíkur Höfn

Er að reina að komasi í gang aftur eftir smá tíma því að ég fór suður til Reykjavík með Violettu en hún var að fara til Pólands. Nú og ætlaði ég að koma myndum inná síðuna mína þar en Tölvan hjá Sölva virkaði ekki því kom ekkert í þenna tíma. En núna kemur myndar Blogg og veðrið
16/3 2007


Fór til Hólmavíkur í KB Banka og tók þessar myndir af staðnum.

17/3 2007
18/3 2007
19/3 2007

20/3 2007
Svo ef þið viljið sjá fleiri myndir þá er ég búinn að láta þær inní myndaralbúmið Hólmavíkur Höfn inná síðunni minni

15.03.2007 21:33

Sorgardagurinn 14 Mars og 15/3

                              Sorgardagurinn 14 Mars 2007

Ég var vakinn um morgunninn með þau hörmungar tíðindi að það hafði farist bátur frá Ísafirði í gærkveldi og tveir menn um borð en þeir hafi fundist látnir í sjónum um nóttina, það hafi verð frændi minn Unnar Rafn Jóhannsson sonur Bjössa hvað ertu að segja svaraði ég mömmu Unnar frændi ? já svaraði mamma ég trúi þvi ekki svaraði ég, jú svaraði mamma,hann og einkver annar maður nú fékk ég högg í Hjartað svona ungur maður hverning gat það gerst, svo ég fór framúr og beint í Tölvuna til að skoða mbl.is og svo bb.is jú þarna stóð það að það hefði farist bátur frá Ísafirði í gærkveldi og búið væri að finna tvo sjómenn látna. Nú svona stór 10 tonna bátur að farast  á þessum tíma svo það er ekki neinn af bátunum sem hafa verið að landa hérna hjá okkur á Drangnesi hugsaði ég en svo hringdi síminn áður en ég fór í vinnuna og ég spurður hvort ég væri búinn að frétta þetta með bátinn frá Ísafirði  já svaraði ég en veistu að þetta var Björg Hauks nei það vissi ég ekki hvað ertu að segja og var Eiríkur með hana já var svarað hvað ertu að segja þar kom stutt þögn og þar kom annað högg í Hjartað á mér,hvað var að ske var að farast bátur og ég þekkti báða mennina þvílíkur sorgadagur á eftir að líða í dag og næstu daga.
Svo rifjaðist upp hjá mér seinna um daginn, að þegar Eiríkur fór frá Drangnesi ný komin úr sjóferð og sigldi bátnum til Ísafjarðar um kvöldið en ég komst ekki niður á bryggju til að hitta hann svo að ég hringdi í hann á leiðinni til Ísafjarðar og spurði hvað þú kemur ekki upp í hús að kveðja mann, nú en ég er ekki alfarinn svaraði Eiríkur mér því ég kem í haust aftur því ég kem alltaf aftur svaraði hann og hló jú ég átti von á því svaraði ég en farðu nú gætilega á leiðinni heim sagði ég og góða ferð vestur já þakka þér fyrir það svaraði Eiríku og kvaddi mig. Þetta voru þau síðustu orð sem ég heyrði frá honum Eiríki Þórðarsyni.

Þessir fræknu sjógarpar fórust í sjóslysi í
Ísafjarðardjúpi þann 14 Mars af Björg Hauks. 
  
Eiríkur Þórðarson  Unnar Rafn Jóhannsson  
     Blessuð sé minning þeirra beggja. 

Svo sendum við fjölskyldurnar í Odda og
Aðalbraut 16 á Drangnesi aðstandendum
Unnars Rafn Jóhannssonar og Eiríks Þórðarsonar 
okkar dýpstu samúðarkveðjur. 

Hér á ég mynd af Eiríki um borð í Björg Hauks ÍS 127Myndar Blogg og veðrið þennan sorgardag 14 Mars og 15/3

Þetta er fiskur sem verður skorin í Bita og fristur síðan verður hann sendur á innanlandsmarkað.Svo tók ég myndir til að senda á Strandir.is því við förum inná Hólmavík á morgunn að selja Lyfur,Gotu,Þorskhausa og Saltfis fyrir Starfsmannafélagið hjá okku í Drangi. 

Myndar Blogg og veðrið þennan dag
15/3 2007

Svo ef þið viljið sjá fleiri myndir þá eru þær inná Myndaralbúmi Sorgardagurinn 14 Mars 15/ inná síðunni minni                          

13.03.2007 22:29

Blóðugur hrútur

 Myndar Blogg og veðurfarið á þessum dögum 12/3 og 13/3

12/3 2007
 
Svona var veðrið á Drangnesi í dag um kl 10:00

 Svona var veðrið  á Drangnesi kl 16:30 Svona var veðrið á Nesströndinni um kl 16:45


 Svona var veðrið í Bjarnarfirði um kl 17:0013/3 2007Jæja þá koma myndir af blóðugum hrút sem er lyfandi.En hann skar sig fyrir ofann augabrúnina.

Svo ef þið viljið sjá fleiri myndir þá eru þær inná síðunni minni Myndaralbúmi Blóðugur hrútur.


11.03.2007 22:29

Spurningakeppni 2007 (2)

 Veðrið og svo myndar Blogg svo var ég að láta inn myndir af Spurningarkeppninni sem fór fram 11/3 2007 á HólmavíkSvona var veðrið í Bjarnarfirði í dag það var rigning á Ásmundarnesi.
En skúrir inní Bjarnarfirði.


 
Það var vel mætt á Spurningakeppnina í kvöld.Spiril er Arnar S. Jónsson og stigavörður er daman hans ?

Dóri, Óskar, Dóri kepptu fyrir Ungmannafélagið Neistans frá DrangnesiNonni Villa, Dóri Jóns og Gunný Smára kepptu fyrir VegagerðinaDóri Jóns reiknaði með að þau vissu allt um vegagerðinaAddi brosti og sagð ég held að ekki verði spurt um hana í kvöld.Þeir eru ungir þessirÞeir voru ungir í anda frá Neista og unnu keppnina við Vegagerðinna með
11 stigum gegn 8 stigum Vegagerðinnar.
Dóri Jóns sagði eftir að keppninn var búinn hvernig á nokkur maður að vita svar við þessum spurningum ?Fólki var skemmt í salnum við þetta svar Dóra JónsSvo kepptu fyrir Félag eldri borgara Ási ,Jóna og SnúllaFyrir Sparisjóð Strandamanna kepptu Svanhildur,Þorbjörg og Gugmundur sparisjóðstjóri.

Sparisjóður Strandamanna vann keppnina með 17 stigum en Félag eldri borgara fékk 10 stig 
Svo kepptu Ferðaþjónustan Kirkjubóli.Og Leikfélag HólmavíkurJón Jónsson að hjálpa guttanumFyrir Leikfélag Hólmavíkur kepptu Gunnar,Ása og Skúli GautassonLeikfélag Hólmavíkur vann með 14 stigum gegn 10 stigum Ferðaþjónustunar á Kirkjubóli

Fyrir Kaupfélag Steingrímsfjarðar kepptu Siggi, Ragnheiður og SínaFyrir Grunnskólan á Drangnesi kepptu Tryggvi, Baldur og Björn Guðni

Grunnskóli frá Drangnesi vann keppnina með 15 stigum gegn 11 stigum Kaupfélagsins Steingrímsfjarðar10.03.2007 22:08

Bjarnarfjörður.

 Myndar Blogg og veðrið ég var að láta 7/3 , 8/3 , 9/3 og 10/3 inná þessa færslu.

7/3 2007


8/3 2007

9/3 200710/3 2007

Svo ef þið viljið sjá fleiri myndir þá eru þær inná Myndaralbúmi Bjarnarfjörður á síðunni minni

06.03.2007 21:39

Gæi og fleira

 Myndar Blogg og veðrið svo var ég að láta daganna 4/3,5/3 og 6/3 inná þessa færslu núna
4/3 2007
 
Svanshóll og Hóll.


 
 Svona var veðrið í Bjarnarfirði í dag svo sjást Oddi,Baldurhagi Hótel Laugarhóll og Klúka.Kaldrananes og Balafjöllin í bak grunnGrímsey séð frá Bakkagerði.Bakkagerði.Bíddu nú við er þetta ekki nýja Bæjarfellið

 
En þetta er sjálft Bæarfellið og Bær 1 Sæunnar hús og Bakkagerði 
Jón Magnússon var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð á þessu Ári og kom með nokkra fiska í land en fór með fáa bala og var ánægður með fiskríið. 

Nú veit ég ekki hvað þetta hús heitir en kansi það heiti Ásbjarnar sétur ?

 
Þetta er nýjasta húsið á Drangnesi og tekur átta mans í gistingu.5/3 2007

 
Svona var veðrið á Drangnesi í dag
Gæi spurði mig á ég að brosa núna ?

 
Ók kei sagði Siggi ungi núna máttu taka mynd.

 
Hvað ertu ekki að verð búinn að þessu ?

 
Djöfull er hann svalur sagði Gæi við SiggaHvað ertu að fara suður núna seigir Gæi við Sigga.
Hvað skildi Haddi vera að gá að ?
kanski að veðrinu
Haddi var að gá að hvort Gæi væri með einkvað fyrir sig.

 
Jæja ver að drífa mig til Hólmavíkur.Bless

6/3 2007

 
Svona var veðrið í Barnarfirði í dag

Svo ef þið viljið sjá fleiri myndir þá eru þær inná Myndaralbúmi Gæi inná síðunni minni.

 

03.03.2007 20:03

Lundað 2007

 Myndar Blogg og veðrið svo var ég að láta 1/3 til 3/3 inná þessa færslu núna

1/3 2007
Justyna er að lunda Hryggi þennan dagZbyszek var að Gella þennan dag

2/3 2007

Sjúkra þemu dagar hjá Skólanum á Drangnesi

3/3 2007Svona var veðrið í dag í Bjarnarfirði

Svo ef þið viljið sjá fleiri Myndir þá eru þær inná Myndaralbúmi Lundir inná Síðunni minni

 

  • 1

Vafraðu um

Tenglar

Um mig

Nafn:

Árni Þór Baldursson

Farsími:

893 - 7061

Afmælisdagur:

10 - 02 - 1964

Heimilisfang:

Odda Bjarnarfirði Strandasýslu.

Staðsetning:

Strandasýsla

Heimasími:

451 - 3382

Faðir:

Baldur Sigurðsson

Móðir:

Erna Argrímsdóttir

Önnur vefsíða:

http://www.

Um:

Er verkstjóri hjá saltfiskvinnslunni Drangi á Drangnesi og löggiltur vigtunarmaður.
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 2461384
Samtals gestir: 342743
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 09:50:05

Eldra efni