Myndir Árna Þórs frá Odda

Þetta eru flestar myndirnar sem ég tek á myndavelina mína.

Færslur: 2008 Nóvember

24.11.2008 11:53

22. september.

Rákum heim frá Skarði þann dag, nokkrar myndir teknar á leiðinni heim. Fleiri í myndaalbúmi.

Systur með mús.16.11.2008 19:51

Réttir 2008.

Loksins er myndirnar úr réttunum komnar inn. Ég flakka fram og aftur í tíma með myndirnar en það er bara til að koma þessu af sem fyrst. Annars er ég nú ósköp latur við að taka myndir þessa dagana. Eftir að ég fékk mér nýja myndavél þá tími ég ekki alltaf að hafa hana með mér. En er að taka mig í því efni og reyni að nota þá gömlu. Þannig að þetta er allt að koma aftur.

Nokkrar hér og svo slatti í myndaalbúminu.


13.11.2008 14:48

Útrásarvíkingur.

Þessa dagana verð ég að gerast útrásarvíkingur. Þar sem að netið er gjörsamlega út úr korti hjá mér, þá sendi ég myndirnar suður með sjó. Innanlands útrás, það eru aðrir sem sjá um erlendu hliðina og þeir eru gjörsamlega búnir að eyðileggja allt traust á okkur Íslendingum. Það væri nú gaman að fá skilaboð að utan til að hvetja landann á skerinu.

En þar sem að sorgin hefur verið svo lengi viðloðandi síðuna hjá mér, þá ætla ég að vinda mér beint í gleðina. Dóri Höskulds bauð til veislu á dögunum, tilefnið stendur á tug. Virkilega skemmtileg stund og bestu þakkir fyrir mig.

En hér eru þau heiðurshjón Halldór og Sunna.
Svo að sjálfsögðu eru fleiri myndir inn á albúmi.
  • 1

Vafraðu um

Tenglar

Um mig

Nafn:

Árni Þór Baldursson

Farsími:

893 - 7061

Afmælisdagur:

10 - 02 - 1964

Heimilisfang:

Odda Bjarnarfirði Strandasýslu.

Staðsetning:

Strandasýsla

Heimasími:

451 - 3382

Faðir:

Baldur Sigurðsson

Móðir:

Erna Argrímsdóttir

Önnur vefsíða:

http://www.

Um:

Er verkstjóri hjá saltfiskvinnslunni Drangi á Drangnesi og löggiltur vigtunarmaður.
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 2461360
Samtals gestir: 342743
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 09:18:05

Eldra efni