Myndir Árna Þórs frá Odda

Þetta eru flestar myndirnar sem ég tek á myndavelina mína.

Færslur: 2006 Febrúar

28.02.2006 22:34

Bolludagur.

Og hvorar eru betri

vatnseig bolunar  eða ger bolunar

 

 

 

 

 

27.02.2006 23:02

Steinbítur já fullt af honum.

 Svo kemur smá mynd blogg því myndir segja meira en mörg orð.  

Beitingakonan Helga að skera Síld.

Nonni er að beita og er að vera búinn með Balann.

Nonni er að svara í símann.

Dóri er að landa úr Grímsey.

 

 

 

 

 

 

 

Jæa þá er þetta búið í Dag.

26.02.2006 22:22

Bílaþvottur.

 Sprinkler              Það var  verið í Bílaþvotti í Dag 

Þessir tveir Höfðu ekki neinn áhuga á svoleiðis þvotti.

En þessir tveir þeir Ásbjörn og Baldur Steinn ætla sko að vera sjómenn já eða Skipstjórar.

 Tanny 

 

Rosalega gott veður í dag en það var fljótt að kólna þegar Sólinn fór.

Og hver skildi þetta nú vera kannski Geir Ólafs jæja þið skrifið kannski í álit svo maður viti hvort einkver skoði þessa síðu þið smellið á  Engin álit, smelltu til að skrifa álit TAKK FYRIR.     

25.02.2006 23:04

Stillt veður í dag en fjandi kalt.

                                                 Stillt veður í dag en fjandi kalt.  

Dregið var í Léttvínsklúbbinum í dag og fengu Gunna 7 flöskur Alla 3 flösku og Gugga 2 flöskur en ég fékk ekki neina og hef aldrei fengið. Því fékk ég smá vísu á Þorranum um þetta.

 

 

 Bágt nú hefur Árni átt

 Og aldrei vinning fengið,

 leyfir engan lukkudrátt

 lævíst léttvínsgengið.

 l

 

 

 

 

 

24.02.2006 23:10

Löndunn.

                                                Bara mynd blogg í dag og veðrið  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

23.02.2006 23:20

Sundfélagið Grettir er með 512

Mig

Stakkanes og leysingar

 

langar að minna fólk á getraunanúmerið hjá Sundfélaginu Gretti í Bjarnarfirði, en félagsnúmerið er 512. Svona fyrir þá sem eru að berjast við getspekina, því okkur  munnar um allan Peninga hvort það er lítill eða stór upphæð fyrir félagið látið mig vita það.

 

Smá mynd blogg í dag og veðrið   Skiing 1 

 

 


Séð fram í Staðardal.Ég fór inná Hólmavík í dag og tók nokkrar myndir. Staðar áinn var mikil í dag.

 Figure Skating  

Hér er Lappi sem er Smá hvolpur frá Kaldrananesi sem ég fékk í gær.


22.02.2006 12:25

Það er enginn á Sjó í dag.

     

Og hver skildi þetta nú vera kannski  Þórður Húsvörður


Bobsled                                                                          Love Chocolate                                    Sagittarius

Smá mynd blogg í dag

 

 

 

 


21.02.2006 23:33

TVEIR FYRIR EINN?

      

                  TVEIR FYRIR EINN?    


Á spítalanum voru ættingjarnir saman  komnir á biðstofunni þar sem einn fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur. "Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi? sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit  ættingjanna.

"Eina von ástvinar ykkar er sú að  hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og  er mjög áhættusöm en er jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar  greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að greiða sjálf fyrir heilann".


Ættingjarnir sátu hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir
dálítinn tíma spurði einn þeirra. "Hvað kostar heili?"  Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili kostar eina milljón
en kvenmannsheili  kostar hundrað og fimmtíu þúsund".

Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir  en karlmennirnir
forðuðust að horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á  sér setið og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að. "Af
hverju er karlmannsheilinn svona mikið dýrari"?
 


 
Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni mannsins og útskýrði þetta
fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara þetta  venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en  þetta því þeir eru notaðir"!!!

    

Og hver skildi þetta eiga að vera viti þið það ?????????

Þessar mynd tók ég rétt fyrir morgun kaffi á Drangnesi

Og þessa mynd tók ég um miðjan dag Sæbjörgin er að fara út úr firðinum og það er byrjað að hvessa við Byggunna.    

18.02.2006 01:01

Í Bjarnarfyrði hefur verið bálhvasst

Í Bjarnarfyrði hefur verið bálhvasst og skafrenningur en er heldur að minka vindinn.

 

Var bara heima og horfði Vetrarólympíuleikana frá Tórínó það var gaman að fylgjast með þeim.Svo horfði maður á Idolið sem er alltaf gaman og er ósáttur við margt sem kom frá dómnefnd sl. Idol-kvöld, en líka sáttur við margt af því. Það er margt til í því sem að Palli sagði, en ég er samt ósáttur við suma þarna inni sem eru að fá þvílíkt lof frá sumum í dómnefndinni....þó svo að þeir séu ekki að gera góða hluti ! Þá kemur alltaf....þú mátt bara ekki detta út...og ég vona að þjóðin muni hvernig fyrri frammistaða þín var. Allir þessir krakkar munu eiga sína "down" tíma eflaust á sviðinu í Smáralind, og þar er Snorri ekkert undanskilinn. Hans down tími var í kvöld og Eyríks. Í kvöld fann Snorri sig hreinlega ekki, frekar en Eyríkur :) í diskóþemanu, fannst mér að Snorri Eyríkur og Elva Björk eiga að vera þrjú neðstu og Elva Björk ætti að fara fyrst í sófann síðan Snorri og Eyríkur að detta út. Ég vildi ekki að Elva Björk dytti út. Og nóg um Idolið.

Elva Björk átti ekki að detta út.

Þá er það næsta á dagskrá ! hún Silvía Nótt. 

Það er ekki nóg að þessi drottning hafi verið valin "Kynþokkafyllsta kona landsins" ! Skildi hún líka verða valin á morgunn til þess að verða fulltrúi Íslands á Eurovision ? (Evróvision) Skildi hún ulla á allt þetta lið sem mun syngja á morgunn ?  En mér finnst 100% ver mjög gott lag sem Rúna Stefáns syngur og líka 100% hamingja sem Heiða okkar syngur.

Svo er stór leikur á morgunn sem sagt    Manchester United  Liverpool hver vinnur á morgunn ?

   Eins og þið sjáið sest í Svanshól og því er þetta orði heldur betra veður.                      

Eins og sést á þessari er smá snjókomma.

Þessar tvær myndir voru teknar klukkan 18:00                   

En þessi mynd var tekinn klukkan 20:00 í kvöld.              

16.02.2006 21:29

Í Bjarnarfyrði hefur verið bálhvasst og snjókoma já eða bara bylur

Fór í vinnuna klukkan sjö tuttugu fór með Öllu á hennar bíl, því minn bíll er bilaður það er farið heddið í honum og reikna ég ekki með að ég geri við hann því hann er orðinn slitinn og gamall.Violetta mamma og Hafdís fóru líka með okkur en úti var þó nokkuð hvasst og leiðinda snjókoma og eiginlega bara bylur, það var þónokkur blint að keyra yfir á Drangnes og komu við of seint til vinnu eða tuttugu mínútur yfir átta en samt brosti Óskar og var ánægður að við skildum hafa komið, svo var farið að meta saltfisk til fjögur. Og svo þurftu konunnar að fara í búðina áður en við fórum heim því við þurfum ekki að mæta á morgun ef við færum heim í Bjarnarfjörð en þegar við fórum frá Drangnesi var fjandans bylur en hann var mest á Drangnesi því það var mikið bjartara að keyra heim í dag heldur en í morgun til Drangnes. En við þurftum að moka svolítið í Kleifinni til að komast niður hana góð hreyfing sögð konunnar því þær mokuðu ég var jú að keyra bílinn en ég mokaði smá líka en veðrið er svona hér við Baldurshaga klukkan 18:00 í dag.

 

Það sést grilla í vélahúsið á milli hviða.  

 

   Það er glóru laus bylur núna klukkan 20:00 ég er að fara heim að borða Hrossakjötkássuna. En skrifið endilega í Gestabókina þegar þið kíkið á þessa síðu takk fyrir bið að heilsa. Árni Þór.

 

15.02.2006 22:55

Á Ströndum hefur verið bálhvast

     Ég er búinn að vera skoða nýja Símann minn og list alveg rosalega vel á hann.

 

Fór í vinnuna klukkan sjö tuttugu fór með Öllu í bíl Violetta Mamma og Hafdís líka en úti var þó nokkuð hvasst og leyðindar snjókomma og eiginlega var svo hvast að stikunar láu næri því á hliðini Þegar við fórum í morgun alveg þar til við komum að Urriðaránni en þá birti til og maður gat sett háuljósinn á bílinn alveg að Drangnesi og þar var nokkuð bjart. Við vorum að fletja í allan dag til klukkan 12:00 en þá fóru við að flaka Þorsk í bitafisk til að frysta og senda í Bónus. Við eigum eftir að meta 55 kör á morgum fiskurinn er búinn úr kælinum og erum að verða búinn að vinna upp en ég tók myndir í dag svo hér koma þær.

Á Ströndum hefur verið bálhvast og snjókoma.

Hér er sjálfur kallinn á lyftaranum og veifar.

Þessi mynd var tekin klukkan 21:30.

Norðaustan 15-23 m/s, hvassast á annesjum. Snjókoma eða él og skafrenningur. Norðlægari á morgun. Frost 0 til 8 stig, kaldast á morgun. Ég vona að það verði ekki bilur á morgun.

14.02.2006 21:32

Kominn með Síma aftur 893-7061

  Halló ég er kominn með Síma aftur fyrir númerið 893-7061 já minn Síma.

 

Fór í vinnuna klukkan sjö þrátíu fór með Öllu í bíl Violetta Mamma og Hafdís líka en úti var þó nokkuð hvasst veður í morgunn en það Hvessti meira þegar leið á daginn og fór að snjóa eins myndirnar sína með sér hér. En hér er gátan þegar ég ætlaði að fara á stað hreyfðist bíllin ekki hann var bara fastur fór hvorki áfram né afturárbak því hann hafði fest í bremsu og voru bremsuklossarnir ornir handónýtir og bremsudiskarnir líka því varð að panta dótið í bílinn pabbi gerði það í gær og það kom í dag það eru góðar póstþjónustur nú en í denn þegar maður átti von á að fá póstkröfuna fyrsta lagið þremur dögum seinna eftir að maður pantaði því ég pantaði mér Síma líka þarna um tvö leitið upp í búð frá Sauðarkróki og hann kom líka í dag ég pantaði Nokia 5140i því hann er með vasaljós og þolir raka og högg og er vatnsvarinn og er með myndarvél og er flottur sími. Svansi gerði við bílinn í dag og fóru Mamma og Hafdís á honum heim.

  

 

  

  Við vor að fletja í allan dag og þá þarf að snyrta Þorskinn   

13.02.2006 22:23

Vinnan og fleira.

 

Fór í vinnuna klukkan sjö þrátíu og fór með Öllu en ég er bílstjóri á þeirra Pálma og Öllu bíl en úti var þó nokkuð hvasst veður um morgunninn en það lægði þegar leið á daginn eins myndirnar sína með sér hér. En hér er gáta ég fór upp í búð í tvö pásunni að borga síma reikning og þegar ég ætlaði að fara á stað hreyfðist bíllin ekki hann var bara fastur fór hvorki áfram né afturárbak ég vara bara að gjöra svo vel og labba niðir í Frystihús og skilja bílinn eftir við K.S.H. Drangnes.

En Guðmundur Jóns kom með helling af Steinbít eða um eitt tonn og tók smá tíma að slægja það.Hann var líka með slatta af Þorski og smá af Ýsu Blandaða.

 

Já lífið er Saltfiskur Gunna og Erna að slá salti af saltfiski   

Þessar konur eru að slæga Steinbít þetta eru Hafdís Víoletta Anna og Valka

Svona skein Sólinn í dag hvort sem þið trúið því eða ekki en þetta er trúlega lognið á undan bilunum sem er á næstu grösum eða á miðvikudag Fimmtudag og föstudag    

Grímsey skartar sínu fegursta og logn á sjóinn en enginn á sjó nema Grímsey og Geiri að fara í sund eða það held ég   

Á leiðinni heim kom ég við á Kaldrananesi og tók mynd af hvolpi en þeir eru sex saman þar búið er að lofa tveimur af þeim því eru fjórir eftir.

  • 1

Vafraðu um

Tenglar

Um mig

Nafn:

Árni Þór Baldursson

Farsími:

893 - 7061

Afmælisdagur:

10 - 02 - 1964

Heimilisfang:

Odda Bjarnarfirði Strandasýslu.

Staðsetning:

Strandasýsla

Heimasími:

451 - 3382

Faðir:

Baldur Sigurðsson

Móðir:

Erna Argrímsdóttir

Önnur vefsíða:

http://www.

Um:

Er verkstjóri hjá saltfiskvinnslunni Drangi á Drangnesi og löggiltur vigtunarmaður.
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 2461384
Samtals gestir: 342743
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 09:50:05

Eldra efni