Myndir Árna Þórs frá Odda

Þetta eru flestar myndirnar sem ég tek á myndavelina mína.

Færslur: 2006 Maí

31.05.2006 23:58

Rigningadagur

Veðurmyndir og Bloggið í Dag var Rigningadagur gott fyrir gróðurinn en verri fyrir lambfegið eins og þið sjáið á myndunum 

 

Hundurinn Lappi

 

30.05.2006 23:55

Áburður kom í Dag

Mynd Blogg og veðrið. og Áburður kom í Dag      

Óskar Framkvæmdarstjóri er að skoða nýja Vasahnífinn sem Sjóá gaf honum því hann er með vasaljósi.

Gummi og Hilmar eru að þrífa bátinn eftir Grásleppuvertíðina  

Sæfinnur minnsti Grásleppubáturinn kom að landi og vantað aðra tunnu undir Hrognin svo kom hann með rúma tunnu af Hrognum  

Hann Björn Guðni Stór skáld og laga höfundur er vígalegur á Bryggjunni og svo dregur hann öll netin með höndum

það voru fjórir bátar á sjó í dag og fiskuð ágætlega. Þrír línu bátar og Einn færabátur

Jón Ólafs var með Sigga á Sjó í Dag.

En Ýsu verðið í Dag var Stór Ýsa á 213 krónur og Ýsa bland á 125 krónur og Ýsa und á 87 krónur Þorskur und var á 107 krónur Steinbítur var á 152 krónur

Hamravíkin var á sjó í dag eins og flesta daga

Þetta eru fyrstu Tjaldbúarnir á Hótel Laugarhóll þetta árið  

Þetta eru öruglega Útlendingar.

Eins og þið sjáið eru Skaflarnir niður við Túnin hér í Bjarnarfyrði og fer að líða að því að bera á Túnin Áburð ég skal segja ykkur það.

29.05.2006 23:55

Myndavél

Mynd Blogg og veðrið. og lands lag.

 það voru fjórir bátar á sjó í dag og fiskuð ágætlega. Tveir línu bátar og tveir færa bátar

28.05.2006 23:41

Út í Dag

Veðurmyndir og Bloggið í Dag. Fyrstu Kindurnar út í dag en Hrútarnir fóru út í gær  

27.05.2006 23:42

Kosningar

Mynd Blogg og veðrið. Og Sveitastjórakosningar í Kaldrananeshreppi.  

Það er slatti af Snjó á bölunum   

Þá er Krían loksins kominn

Bröndunum hlakkaði greinilega til að Kjósa.

 

Hver er að koma segir Brandur

 

Það er bara ég

Ha HA

Herman lánaði Kristínu Gleraugun sín svo að hún kysi rétt sagði HEMMI. 

 

 Kjörstjórnin í Kaldrananeshreppi

Svona eru Heitu Pottarnir á Drangnesi  

Pétur og Friðgeir voru í pottinum og líkaði vel  

 

 Heiðar og Valur eru örugglega að tala um ferrari

Því að M.Schumacher er á rásspól en getur verið dæmdur úr leik

Valur var að láta bátinn sinn á flot sem heitir Glaður

 

Kjörstjórnin í Kaldrananeshreppi eru Biggi Maggi Gógó og Gummi var fengin til að slá á Tölvuna

64 atkvæði greidd í Kaldrananeshreppi

Óbundin kosning var í kosningunum í Kaldrananeshreppi og samtals greidd 64 atkvæði. Auðir seðlar voru tveir og ógildur einn.

Kjörnir aðalmenn:

1. Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum, bóndi

2. Sunna J Einarsdóttir, Holtagötu 10

3. Jenný Jensdóttir, Kvíabala 4, oddviti

4. Óskar A Torfason, Holtagötu 5, framkvæmdastjóri

5. Haraldur V Ingólfsson, Aðalbraut 16, sjómaður

Kjörnir varamenn:

1. Eva K Reynisdóttir, Borgarbraut 1, húsmóðir

2. Halldór L Friðgeirsson, Aðalbraut 18, sjómaður

3. Birgir K Guðmundsson, Holtagötu 1, sjómaður

4. Ásbjörn Magnússon, Kvíabala 1, sjómaður

5. Arnlín Þ Óladóttir, Bakka, skógfræðingur

Til hamingju Haraldur Vignir Ingólfsson að hafa komast í Hreppsnefndina    

 

Hreppsnefndin mun halda velli

Nú ég held að mestu leiti hér

Áfram tel ég að hún síðar hrelli

Hreppsbúana alla því er nú vér

Þetta var ort á meðan talning fór fram af einum Gestinum. Sagt í gamni

26.05.2006 23:59

Tjóðraður

Veðurmyndir og Bloggið í Dag.

Það er slatti eftir að bera eins og þið sjáið.

Eins og þið sjáið komast lömbin undir jötuna og fá að vera þar í ró og næði.

Ný borin kind að karra lambið sitt.

Það eru 142 Ær bornar af þeim eru 10 þrílembur og 119 tvílembur eða 83,4% tvílemt en ef þrílembunum er bætt við einlembur eru 90,8% Tvílemt.

 

Kjósið þið núna rétt og af ykkar safnfæringu á morgun.

Bið að heilsa

Árni Þór Baldursson Odda

     

25.05.2006 23:44

Heyskeri

Mynd Blogg og veðrið. Og líka Sauðburður í Odda.  

Svona koma litlu Lömbin í heiminn eins og þið sjáið.

Manshöndin kom ekki mæri við þessa fæðingu, ég fylgdist bara með að allt væri í lagi.

24.05.2006 23:44

Kindur bera

Mynd Blogg og veðrið. Og líka Sauðburður í Odda.  

Vorum að meta Saltfisk í Dag

 

Svona koma litlu Lömbin í heiminn eins og þið sjáið.

23.05.2006 23:57

Burður.

Mynd Blogg og veðrið. Og líka Sauðburður í Odda.  

Það mætti halda að dagurinn í dag væri í Janúar því það snjóaði það mikið eins og þið sjáið.    

Svona koma litlu Lömbin í heiminn eins og þið sjáið.

22.05.2006 23:58

Klumba

Svona er veðrið bölvaður strekkingur já eða vindur og snjókomma   

Svona leit Bjarnarfjörðurinn út í morgun kl 7:15  

Þarna eru þær Gógó og Sigurbjörg litla og það er ekki gott veðrið 

Vorum að skera í bita í dag til að senda í Bónus.

Ég var að skera klumbubeinið af Þorskinum  

Það er hart á Mófuglunum í dag.

21.05.2006 23:59

strekkingur

Svona er veðrið bölvaður strekkingur já eða vindur    

Svo þarf að gefa sumum lömbunum Mjólk úr Pela og Hulda var að hella í Pelana          

Það þarf að líta yfir hópinn annað slagið.

20.05.2006 23:55

Hulda

Mynd Blogg og veðrið. Og líka Sauðburður í Odda.   

Hvernig er með þetta veður ætlar það ekki að fara skána, ég helt að það væri komið Vor.

 

Þessi átti þrjú lömb og lifa öll.

Núna 20/5 eru bornar 56 ær og eru þrjár þrílembur af þeim og 6 lambgimbrar eru bornar.

En svona fóru stigin í undanúrslitunum: í Evróvision.

1. Finnland           292

2. Bosína             267
3. Rússland          217
4. Svíþjóð            214
5. Litháen            163
6. Armenía           150
7. Úkraína            146
8. Tyrkland           91
9. Írland                79
10. Makódónía      76
11. Pólland            70
12. Belgía               69
13. Ísland               62  

Svona skiptust stigin á Silvíu.


7 stig frá:      Danmörku
                      Finnlandi
                      Litháen
                      Noregi

6 stig frá:      Spáni
                      Svíþjóð

5 stig frá:      Bretlandi
                     Eistlandi

3 stig frá:      Portúgal

2 stig frá:      Írlandi

1 stig frá:      Mónakó  
                     Bosníu
                     Króatíu
                     Frakklandi
                     Lettlandi

 

 

Ætli þetta sé stúlkan í hljómsveitinni Lordí.

Fréttamynd 305223

Fréttamynd 305221

 

Djöflarokkarnir í Lordí.Til hamingju Finnland

 

 

19.05.2006 23:55

Náttúran

Mynd Blogg og veðrið. Og Náttúran

Lóan er að rembast við að kveða niður slitduna og snjóinn og vonum við að henni takist það.   

 

18.05.2006 23:55

Vinnueftirlitið

Mynd Blogg og veðrið.  Og þá kom að því að Silvía Nótt dytti út úr keppninni í Kvöld eins og ég reiknaði með og spáði ég henni annað síðasta sæti af öllum. En það kemur í ljós.   

Bæjarfellið er grátt  

Gugga var í Grásleppuhrognum í Dag.

Erna var að meta saltfisk í dag af Grímsey já stóru Fiskana.

Víoletta var að slá saltið af fiskinum

Alla var að raða saltfiskinum í Hólka.

Ingólfur var að raða saltfiskinum í Hólka.

Sunna var að slá salti af saltfiskinum

Óskar og Haraldur frá Stakanesi

Valgeir frá Vinnueftirlitinu kom að skoða Lyftarana.  

17.05.2006 23:56

Á. Þ. B.

       Svo kemur mynd blogg því myndir segja meira en mörg orð. 

 Hafþór kom í vinnu í nokkra daga og var að mála uppi í Bræðraborginna     

Óskar vann við Hrognin í Dag

Svo var verið að meta Saltfisk í allan dag.

Vafraðu um

Tenglar

Um mig

Nafn:

Árni Þór Baldursson

Farsími:

893 - 7061

Afmælisdagur:

10 - 02 - 1964

Heimilisfang:

Odda Bjarnarfirði Strandasýslu.

Staðsetning:

Strandasýsla

Heimasími:

451 - 3382

Faðir:

Baldur Sigurðsson

Móðir:

Erna Argrímsdóttir

Önnur vefsíða:

http://www.

Um:

Er verkstjóri hjá saltfiskvinnslunni Drangi á Drangnesi og löggiltur vigtunarmaður.
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 2461384
Samtals gestir: 342743
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 09:50:05

Eldra efni