Myndir Árna Þórs frá Odda

Þetta eru flestar myndirnar sem ég tek á myndavelina mína.

Færslur: 2008 Febrúar

29.02.2008 20:36

27,28,og 29 Febrúar 2008.

Mynda blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið var á þessum þremur dögum já Veðrið.

Hæ ég er búinn að setja eitt nýtt myndaalbúm inná síðuna mína en myndaalbúmið er

27,28,og 29 Febrúar 2008. Og eru 49 myndir inni á myndaalbúminu. 

27. Febrúar 2008Svona var veðrið á Drangnesi í dag.
28 FebrúarSvona var veðrið á Ströndum í dag.29 Febrúar HlaupársdagurSvona var veðrið á Drangnesi í dag á Hlaupárdaginn
29 Febrúar 
26.02.2008 21:21

23,24,25,og 26 Febrúar 2008.

Mynda blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið var á þessum fjórum dögum já Veðrið.

Hæ ég er búinn að setja eitt nýtt myndaalbúm inná síðuna mína en myndaalbúmið er

23,24,25,og 26 Febrúar 2008. Og eru 54 myndir inni á myndaalbúminu.

23 FebrúarSvona var veðrið á Ströndum í dag.

Það var verið að vinna í dag á Laugardegi allan daginn við að meta saltfisk
24 FebrúarSvona var veðrið í Bjarnarfirði í dag eins og þið sjáið25 FebrúarSvona var veðrið á Ströndum í dag.

26 FebrúarSvona var veðrið á Drangnesi í dag.


22.02.2008 18:55

19,20,21,og 22 Febrúar 2008.

Mynda blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið var á þessum fjórum dögum já Veðrið.

Hæ ég er búinn að setja eitt nýtt myndaalbúm inná síðuna mína en myndaalbúmið er

19,20,21,og 22 Febrúar 2008. Og eru 85 myndir inni á myndaalbúminu.

19 Febrúar.Ég Árni Þór fór á Jarðarförina hjá Gunnari Inga Ingimundarsyni ásamt Hafdísi,Ingólfi Þórdísi,Helgu, og Hadda og var margt um manninn í Kirkjunni og fóru margir að gröfinni hans að kveðja hann í síðasta sinn blessaðan drenginn. Enda var mikill Sorg að fylgja svona ungum manni til grafar í dag.

20 Febrúar.

Það var kuldalegt hjá Sigga að taka af bílnum í dag.Maggi og Franklín á Sundhana fengu einn stóran Hákarl á Línuna sem þeir skáru svo og settu í kös

Hákarlskjaftur21 FebrúarSvona var veðrið í Bjarnarfirði í dag eins og þið sjáið

22 FebrúarSvona var veðrið á Drangnesi í dag.Rykki kom með Þorsk um 6 tonn að vestan af Ásdísinni og Björg Hauks og tók Þorskhausa til baka fyrir Klofning

Sundhana menn komu með þennan dónafisk að landiEn hann heitir Snarphali og er hann á 600 til 900 metra dýpi en Sundhana menn fengu hann á 80 metra dýpi. Svolítið ljótur fiskur svipaður og Rottufiskur en það vantar í hann tennurnarGrímsey kom með um 30 stóra Þorska sem voru um 25 kíló til 30 kíló eins og þið sjáið og voru þeir Ormalausir sem skiptir miklu máli

Þessi var stærstur.Alla ætlaði að vippa honum í karið en hann er þungurÆtlarðu ekki að hjálpa mér segir Alla við mig en ég segi nei það get ég ekki því ég er að taka myndir en Alla tók hann í fangið og let hann í karið sigri hrósandi.
18.02.2008 20:38

15,16,17,og 18 Febrúar 2008.

Mynda blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið var á þessum fjórum dögum já Veðrið.

Hæ ég er búinn að setja eitt nýtt myndaalbúm inná síðuna mína en myndaalbúmið er

15,16,17,og 18 Febrúar 2008. Og eru 100 myndir inni á myndaalbúminu.

15 Febrúar.

16 FebrúarHæ ég landkrabbinn fór á sjóinn með Hadda og tók nokkrar myndir af sjóferðinni en við fórum með fjórtán bala og fórum við um hádegið á laugardaginn og fiskuðum ágætlega eða um hundrað kíló á balann

Haddi leitar að stað til að leggja línuna á og horfir á tækinJæja Haddi taktu mynd af mér áður en ég verð hvítur og sjóveikurÞetta er Steinbíturinn sem við fengum sem er um 100 kíló.

Þetta er hluti af Þorskinum sem við fengum

17 Febrúar.Svona var veðrið í Bjarnarfirði í dag eins og þið sjáið18 FebrúarSvona var veðrið á Drangnesi í dag.Pabbi var bara nokkra daga inná sjúkrahúsinu á Hólmavík þegar hann kom norður til að jafna sig á ferðalaginu að sunnan en er nokkuð brattur að sjá eins og þið sjáið en á það til verða var við ógleði enda ekki skrítið því hann tekur slatta af meðulum á dag.Alda systir hans kom í heimsókn og kíkti í Morgunblaðið í leiðinni.


 

14.02.2008 20:52

8,9,10,11,12,13,og 14 Febrúar 2008.

Mynd blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið var á þessum sjö dögum já Veðrið.

Hæ ég er búinn að setja eitt nýtt myndaalbúm inná síðuna mína en myndaalbúmið er

8,9,10,11,12,13,og 14 Febrúar 2008. Og eru 86 myndir inni á myndaalbúminu.

8, Febrúar

Þetta er Alexander hann var í sveit í Framnesi þegar Bjössi og Bía voru þar með bú en hefur ekki komið norður í Bjarnarfjörð síðan þá þegar hann var í sveit á Framnesi en sagði ver á leiðinni til að skoða sveitina aftur kannski í Sumar hver veit sagði Alli. 
9 Febrúar10 Febrúar

11 Febrúar12 Febrúar13 FebrúarHaraldur og steinar voru á sjó á Skúlanum og fiskuðu ágætlega eða um 100 kíló á balann af Þorski14 Febrúar

Halldór Ármans kom norður og reri tvo róðra og fiskaði ágætlega eða um 100 kg á bala eins og hinir sjómennirnirHalldór er komin með nýjan brytja um borð að hans sögn


 
En Dóri sagði að það væri ekki nokkur friður að róa fyrir sunnan út af veðri alltaf bölvað rok og leiðindi

07.02.2008 23:40

4,5,6,og 7, Febrúar 2008.

Mynda blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið var á þessum fjórum dögum já Veðrið.

Hæ ég er búinn að setja eitt nýtt Myndaralbúm inná síðuna mína en myndaralbúmið er

4,5,6,og 7, Febrúar 2008. Og eru 43 myndir inni á Myndaralbúminu.


Ég og Sölvi kom við hjá Gunnari Inga Ingimundarsyni á Föstudeginum 8. Febrúar áður en ég fór norður á undan Storminum sem var spáð. Og hittu við Kristínu móður hans og svo var Ragna Stína þarna líka við Gunnar Ingi spjölluðum saman og spurði hann á hvernig bíl ég væri ? ég sagði að ég ætti gamlan Patrol jeppa þá spurði hann hvort ég væri veldekkaður ? já sagði ég hann er á nagladekkjum það er gott að eiga jeppa núna í öllum þessum snjó en við eigum góðan jeppa og veldekkaður er hann sagði Gunnar Ingi jæja sagði ég þá væri best að drífa sig fyrir Storminn er að koma Stormur sagi Gunnar Ingi já svaraði ég það á að hvessa allhressilega upp úr fjögurleitið en ég var þarna um 13:20 Ragna mín hringdu í Lindu og segðu henni að það eigi að koma Stormur seinna í dag ef hún ætlar að koma að þá eigi hún að koma á jeppanum okkar já svaraði Ragna og hringdi í Lindu þegar Ragna kom úr símanum spurði Gunnar Ingi hvort hún kæmi ekki á jeppanum nei hún ætlar að koma á minni bílum það gat nú verið sagði Gunnar Ingi. Svo fóru við bræðurnir að rúminu og tókum utan um höndina á Gunnari Inga og kvöddum hann. En núna þegar þetta er skrifað er hann dáinn hann lest um hádeigið 10/2 2008.

Að svona ungur maður sem á ekki annað skilið en að lifa en er núna dáinn það er sárt.

Við öll í fjölskilduni Odda,Baldurshaga og Aðalbraut 16 á Drangsnesi vottum okkar dýpstu samúðar kveðjur og erum með hugann hjá Lindu Gústafsdóttir og fjölskildu hennar og Kristínu Árnadóttir og fjölskildu hennar og öllum ættingjum hans Gunnars Inga Ingimundarsonar og er sorgardagur hérna í Odda,Baldurshaga og Aðalbraut 16 á Drangsnesi mikill.

Þannig er mál með vextir að gömul vinkona mín hún Linda Gústafsdóttur og fjölskilda hennar á um sárt að binda núna því hún og börnin þeirra fjögur voru að missa manninn sinn og pabba sinn og þurfa mikil stuðning og eru mjög fjár þurfa núna því börnin eru í skóla og svo til að fylgja honum Gunnari Inga Ingimundarsyni til grafar sem verður mikil sorg þó að ekki þurfi þau að hafa líka áhyggur af peningum. Og veit ég að það hlýtur að vera erfið hjá þeim staðan. Eitt af börnunum þeirra á að fermast í vor. Þannig að góðir Íslendingar mig langar að biðja ykkur um að styrkja þetta góða fólk, með fjárframlagi. Margt smátt gerir eitt stórt.

Reiknings upplýsingar eru 1109-05-412412 og kt: 030268-5129

Bestu kveðjur

Gott framtak Árni að koma þessu á framfæri með styrktarreikninginn nú er tækifæri að láta gott af sér leiða. Mig langar að biðja fólk um að styrkja þau með fjárframlagi frekar en Blómaskreytingum

Kveðja Sigurður Óskar og Vilborg úr Fífuselinu.


4. Febrúar 2008

5. Febrúar 2008

6. Febrúar 2008

Það var Hvalur í Steingrímsfirði 7. Febrúar 2008


03.02.2008 20:44

3. Febrúar svo koma myndir af Þorrablótinu á Drangsnesi 2008 númer 2.

Myndar Blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið er á þessum deigi og er ég búinn að setja eitt nýtt Myndaralbúm inná síðuna mína en Myndaralbúmið er

3. Febrúar svo koma myndir af Þorrablótinu á Drangsnesi 2008 númer 2.

 

svo koma fleiri myndir af Þorrablótinu seinna 

 3. Febrúar 2008

Þorranefndin 2008.

Í Þorranefndinni eru Guðmundur Sverrisson Skólastjóri,

Guðbjörg Karlsdóttir, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Halldór Logi

Friðgeirsson, Patt _______, Arnlín Óladóttir, Magnús Rafnsson,

Aðalbjörg Steindórsdóttir, Pálmi Sigurðsson. 


 

1. Ein er nefndin alls til vís              7. Arnlín telur og víst kemur

    uppi er bögufljótið.                            illviðrinu í lóg.

    Helst við sviðið hugur hrýs              Villir menn og við þá semur

    er hefst nú Þorrablótið                      að far´ að rækta skóg.


  2. Guðmundur um borg og bí         8. Sagnfræðina sífellt hefur

      sá ber á góma núna.                        sannað hér um bil.

      Oft er til í hopp og hí                        Magnús okkar gröf sér grefur

      ef hann er laus við frúna.                og gerir ýmsu skil.


3. Í flestu er Gugga fjarska góð      9.   Alla Steindórs orkað getur

   frestar ei aðgerðinni.                          ýmsu hér í sveit.

  Gellan okkar giska fróð                       Klúkubóndann bætti betur

  og gerir margt á fartinni.                     býsnin, það ég veit.


4. Bindindi vill hefja hátt                  10. Handtök Pálmi á heldur fá

    helst í æðra veldi.                                helst í fræðin gluggar.

    Alla má sinn mikla mátt                      oft þó kynnir Kotbýli´ á

    magna á öðru kveldi.                           kukl - og seyðinn bruggar.


5.  Næturferðir stundar strítt       11.  Margt er sér til gamans gert

     stoppar á tófuförum.                       misjafnlega merkilegt.

     Halldór Logi hendist vítt                Mestu er þó um það vert

     og hefur rjól í vörum.                     að allt fari fram í ró og spekt.


 6. Þjóðarstolti þröngvað getur

     og þrá í okkar brjóst.

     Patt mun okkur bæta um betur

     Það bráðum verður ljóst.

Pálmi Sigurðsson gerði allar nefndar stökunnar frá 1 til 10.
Guðmundur Sverrisson gerði númer 11.Magnús sagði að nú ætti að hafa Þorrablótið á þjóðlegunótunum og sagið að til að bjóða Þorra velkominn hefðu hjúin hoppað í annarriskálminni í kringum bæinn. Byrjaði Þorrin á þjóðlegunótunumSvo kom stóra græna skrímslið í ljós, sem er lyftarinn sem Drangur Keypti í vor.  

Svo á þetta að vera síðustjórinn sem tekur myndir af öllu og engu.Svo þurfti að prófa lyftarann og gá hvað hann lyfti miklum þunga og var Guggu lyft upp og allir fögnuðu þegar það tókst að lyfta Guggu upp.

Þetta mun vera Kaldrananesbóndinn sem kíkti til veðurs og sagði að Það væri ekki fimmhundum út siðandi og ekkert ferða veður þetta er þegar Guðmundur og frú fóru að skoða Bjarnarfjörðinn á inniskónum og festi sig á Jeppanum sínum á Hvítamelnum. En eingin skófla var í bílum enda ný kominn frá Danmörk en það var farið að snjóa og komin góður skafl. Þetta eru Bangsa mamma og Bangsa pabbi semsagt nýju Bæjar hjónin.Geta öll dýrin í Bæ verið vinir spyr Bangsa mamma hann Bangsa pabba ég veit það nú ekki en ég get gáð á netinu hvor það gangi sagði Bangsa pabbi.Skógar músa mamma og Skógar músa pabbi eru hin Bæjar hjónin En svo kom þáttur úr dýrunum í Bæjarskógi þar sem íbúarnir í bæ voru Skógar músa Mamma og Skógar músa pabbi og Bangsa pabbi og Bangsa mamma og höfðu Bangsa pabbi og Bangsa mamma áhyggjur af varpinu hjá búdunum en Skógar músa pabbi og skógar músa mamma sögðu að það væri ekki hægt að þverfóta fyrir eggjum um allan skóginn í þeirra landiKomdu núna Skógar músa pabbi sagði skógar músa mamma og þau fóru

En svo fór búdunum að fækka það er komin tófa eða minkur í hænsnakofan sagði Bangsa pabbi við Bangsa mömmu hvað ertu að sega þá verðurðu að hringja gamla góða Bassa til að drepa þennan vargGamli góði Bassi mætti með Byssuna og allar gildrunnar sínar til að ná varginumOg svo mætti gamli góða Bassi og leit á fjaðrirnar og sagði þetta er hvorki minkur eða tófa sem hefur drepið þessar hænur það er greinilegt að þetta er eins og hvert annað hundsbit látið mig þekkja það þetta er eins hundsbitin á Nesrollunum ho ho.

Svo komu útgerðarmennirnir saman

Svo komu útgerðarmennirnir saman og spjölluðu um kvóta og hvor ekki væri hægt að nýta Grásleppuna betur Alla frá klúku leikur Birgir, Gugga leikur Guðmundur Ragnar,Pálmi leikur Sigurgeir Guðmunds,Maggi leikur Hadda, Alla Óskas leikur Friðgeir, og Guðmundur leikur Gumma hennar Möggu, Halldór Logi leikur Bjössa. En Bjössi mátti ekki vera að þessum funda rugli hann þarf að komas til að halda áfram að reisa Malarkaffi og hana nú.  Svo mætti Jenný á svæðið en Attí leikur Jenný en hún væri búinn að redda kvóta úr Bjarnarfjarðaránni nú voru allir glaðir en það þarf að ná þessum bröndum á land úr ánni en ekki var hægt að nota bátana til þess. Jenný kom með þá snilldar hugmynd að gera stórt Lúxushótel á Drangsnesi en Matti mætti á svæðið og sagði nei nei það ekki þíða neitt Jenný það er alveg nóg að hafa eitt lúxushótel sem er í Bjarnarfirði það gengi ekki að fá Íslendinga því þeir borga ekki þú sér bara eins og hjá mér það er ekkert að gera frá klukkan eitt til sex á daginn þá verð ég að loka Hótelinu og hvíla mig fyrir kvöldið.Nú kemur hlé hjá mér í bili en ég kem með seinni hlutan seinna.

En ég skálda í eiðunar þegar ég man ekki hvernig þetta var.02.02.2008 20:59

2. Febrúar Þorrablót á Drangsnesi 2008 númer 1.


Mynda Blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið er á þessum degi og er ég búinn að setja eitt nýtt mynda albúm inn á síðuna mína en mynda albúmið er

2. febrúar Þorrablót á Drangsnesi 2008 númer 1.

Og eru 52 myndir inni á mynda albúminu.

svo koma fleiri myndir af Þorrablótinu þegar það verður næst Bloggað.

Svo kemur smá tilkynning sem allir ættu að lesa.

Komið þið sæl öllsömul.
,

Málið er að ég ákvað að fara af stað með söfnun fyrir hann Gunnar Inga Ingimundarson og Lindu Gústafsdóttur. Ef þú vilt vera svo elskulegur að setja þetta inn á síðuna þína og vita hvort að eitthvað af fólkinu sem þekkir þau eru á síðunni þinni og hvort það vilji ekki gera góðverk. 

Þannig er mál með vextir að gömul vinkona mín sem ég var að leika mér við sem barn er að berjast síðustu sporin með manninum sínum. Sem liggur á líknardeild Landspítalans, hann er reyndar gamall skólafélagi minn líka. En þau eru með 4 börn og er hann búin að vera að berjast við krabbamein í 2 ár og hafa hvorugt getað unnið. Og veit ég að það hlýtur að vera erfið hjá þeim staðan. Eitt af börnunum þeirra á að fermast í vor. Þannig að góðir Íslendingar mig langar að biðja ykkur um að styrkja þetta góða fólk, bæði með bænum og fjárframlagi. Margt smátt gerir eitt stórt.

Reiknings upplýsingar eru 1109-05-412412 og kt: 030268-5129

Bestu kveðjur

Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta fékk ég sent í tölvupósti frá Guðborgu Eyjólfsdóttir frænku minni, og varð að sjálfsögðu við því að koma þessu á fram færi á síðunni minni. En Gunnar Ingi Ingimundarson og Linda Gústafsdóttir voru líka í sama skóla og ég eða í Klúkuskóla sem er núna Hótel Laugarhóll. En þar áttu við allir skólafélagarnir okkar góðar stundir hvort sem við vorum í tíma frímínútum eða í helgafríi. En núna hlýtur þetta að vera mjög erfitt hjá þeim bæði andlega og líkanlega svo að sjálf söguð bið ég fólkið sem er að skoðar síðuna mína að hugsa til þeirra og styrkja þau bæði með fjárframlagi og bænum.

Bið að heilsa
Árni Þór Baldursson
Odda


2. Febrúar Þorrablót á Drangsnesi 2008 númer 1.
 


Svona var veðrið í Bjarnarfirði í dag eins og þið sjáið


01.02.2008 13:21

28,29,30,31 Janúar 2008. Og líka 1 Febrúar

29 Janúar 2008.30 Janúar 2008.31 Janúar 2008.


1 Febrúar 2008.


Mynda blogg og svo sjáið þið hvernig veðrið var á þessum fimm dögum já Veðrið.

Hæ ég er búinn að setja eitt nýtt Myndaralbúm inná síðuna mína en myndaralbúmið er

28,29,30,31 Janúar 2008. Og líka 1 Febrúar. Það eru 100 myndir inni á Myndaralbúminu.  • 1

Vafraðu um

Tenglar

Um mig

Nafn:

Árni Þór Baldursson

Farsími:

893 - 7061

Afmælisdagur:

10 - 02 - 1964

Heimilisfang:

Odda Bjarnarfirði Strandasýslu.

Staðsetning:

Strandasýsla

Heimasími:

451 - 3382

Faðir:

Baldur Sigurðsson

Móðir:

Erna Argrímsdóttir

Önnur vefsíða:

http://www.

Um:

Er verkstjóri hjá saltfiskvinnslunni Drangi á Drangnesi og löggiltur vigtunarmaður.
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 2461384
Samtals gestir: 342743
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 09:50:05

Eldra efni