Myndir Árna Þórs frá Odda

Þetta eru flestar myndirnar sem ég tek á myndavelina mína.

Færslur: 2010 Febrúar

14.02.2010 15:54

Þorrablót 6.Febrúar 2010

"Góðan daginn" þá er komið að Þorramyndunum mínum. Það eru komnar nýjar myndir í Myndaalbúmið og á bloggið frá 6. Febrúar 2010.Svona var veðrið á þorrablótsdaginn í árÞorranemdinn söng þennan texta. En það vantar Tryggva, Ransý og Árna sem sungu ekki.

Heimamenn og gestir, ég býð til blóts á þorra,

borðin svigna af föngum, já margra kosta val.

Pylsur, svið og hangikjöt og pungar hrúta vorra

pilsnerinn og fleira sem ber ég ekki í tal.

Og, eitthvað hér á sviðinu mun sjást hjá fólkinu

Því alltaf er jafn gaman á þorrablótinu.

 

Er maginn bæði og andinn hafa innbyrt nægju sína

Ekki mun á gleðinni verða nokkur stans,

þá upphefst töframúsík og allra andlit skína

er út á gólfið storma í polka og Óla skans.

En, ykkur svo ég framhaldið að öðru leyti fel,

Og óska góðrar skemmtunar og gjörið þið svo vel

    Lag: Emil í Kattholti


Magga las upp annál og voru leikþættir flettaðir inn
á milli í annálnum

Þorrablótið 2009 fór að öllu leiti vel fram,það er að segja eftir að fólkinu var hleypt  inn, því auglýst var að húsið opnaði  stundvíslega kl:19:30  en skemmtanaglaðir gestir mættu mun fyrr og myndaðist því röð langt út á götu svona  eins og í Glæsibæ í gamla daga að sögn þeirra sem muna eftir því.Eftir að inn var komið tók við mikið kapphlaup um að ná besta borðinu og fengu allir sæti að lokum  að því við höldum að minnsta kosti. Við tók nú  skemmtun með góðum mat og dansiballi á eftir.Fer fáum sögum  af heimferðum fólks,en daginn eftir, þegar Alla á Klúku sat á setunni sá hún útum gluggann hvar þriðji, fjórði og fimmti ísbjörninn röltu í makindum  sínum eftir hlíðinni í áttina að húsinu hennar.Eins og góðra kvenna er siður stökk hún að símanum til að láta sveitunga sína í firðinum vita og þá fyrst  Árna bónda í Odda.  Lét  hann  ekki segja sér það tvisvar og safnaði liði

þ.e. fékk Steinar og Sölva bræður sína með sér til að fanga gripina. Ruku þeir af stað en eitthvað sagði skemmtunin frá kvöldinu áður til sín þegar þeir byrjuðu að elta gripina ,því þeir skildu eftir sig slóð af súrum pungum, sviðasultu, hákarli og einhverjum slatta af vökva sem þeir höfðu innbyrgt kvöldið áður. Árni ákvað hins vegar að vera eftir í bílnum og ná eltingarleiknum á mynd. Eitthvað hefur sjónin hjá Öllu þó svikið hana ,sem er kannski ekki nema von þar sem hún hafði verið að blóta þorra kvöldið áður,því þeir bræður fundu engan ísbjörn hvað þá  þrjá ,en aftur á móti þá var þarna komið Hlaupafé (já ekki Hlutafé) sem enginn vildi kannast við að eiga.

Seinni hlutann í vetur, var blásið til konukvölds á Hólmavík með tilheyrandi kynningum á lostafullum undirfatnaði, ilmsmyrslum ýmiskonar fyrir þroskaða húð já og ekki má gleyma hjálpartækjum ástarlífsins. Var lítið annað rætt á milli kvenna í vikuni á undan og tilhlökkunin mikil. Eitthvað leist þeim Ingþóri og Gumma ekki nógu vel á þetta og sendu þær Svandísi og Möggu til Ísafjarðar með krakkana á fótboltamót. Þar sátu þær frekar fúlar yfir að missa af öllum herlegheitunum,Kvenna kvöld á Hólmavík þar voru synd undirföt og fleira en þá átti líka að koma Gæi frá stórborgini að sína og selja hjálpatæki ástalífsins eins og sagt er hér frá áður og fóru margar konur frá Drangsnesi en gæinn með tækin hringdi til Báru klukkutíma áður en hann átti að mæta á Café Riis og sagðist vera að leggja af stað en honum var sagt að það þýddi nú lítið, það væri fjögra tíma akstur í það minsta kosti eða meira til Hólmavíkur. En sumar konurnar voru með sín tæki sem voru biluð og skemd.

Já svo kom sms-skeyti til Svandísar og Möggu um að hjálpartækja gæinn hefði ekki þorað að láta sjá sig á Ströndum þetta kvöld,batnaði þá skapið hjá þeim stöllum til mikilla muna.

Jæja góðir gestir,nú er komið að tískusýningunni. Við höfum fengið nokkur frábær módel til að sýna fötin í kvöld


Fyrst er Dollý sem sýnir föt frá Donnu Karan, þau fást í Kaupfélaginu á Drangsnesi og henta vel við öll tækifæri.


Næst er Campell sem sýnir föt frá Stellu Mackarney, þessi fallegi kjóll fæst í Kaupfélaginu á Hólmavík.


Þá er næst á svið Biggý sem sýnir föt frá Anna desine. Þessi föt fást á Galdrasafninu á Hólmavík og henta vel t.d. á Bryggjuhátíðinni.


 Nú þá er komið að Sindý, hún sýnir föt frá Dior, þessi föt fást í Kört í Árneshrepp og eru sérlega lekkert.


Síðust en ekki síst þá er Barbie sem sýnir sexý undirföt frá Viktoríu Secret. Þessi fallegu undirföt fást hjá Söbbu á Hólmavík. Þær konur sem eru enn ógiftar ættu endilega að leggja inn pöntum strax,því þessi týpa er sérstaklega vinsæl fyrir brúðkaupsnóttina.Sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur eins og alltaf á Drangsnesi. Valka og Bjössi buðu til veislu og létu boð út ganga að von væri á leynigestum. Fór fólk nú að spá hverjir leynigestirnir væru og datt flestum í hug að það væru Bjössi Bakkó og Geiri, en viti menn það voru nú aldeilis ekki þeir heldur frægir menn að sunnan, þeir Sjonni Brink og Jógvan. Hófst nú dúndrandi dansleikur þar sem Sjonni Brink hafði það á orði að gaman væri að spila fyrir fólk sem kynni að klappa í takt,það væri nú svolítið annað en borgarbúar. Dansleikur þessi verður lengi í minnum hafður hjá þeim sem þar voru enda ákvöðu þeir félagar að velja kynþokkafyllsta dansarann á Drangsnesi. Það var sama hvað menn reyndu að skekja sér og daðra, það komst enginn í hálfkvist við Franklín Sexyboy.                      "Franklín sexý boy."Gestalistinn á Þorranum var sunginn

Við erum að skemmta í kvöld, á þorrablóti

Á staðnum verður rosalangur gestalisti.

Þar mætir kannski fólk ,sem allir kannast við

En kannski mætir engin nema þorranefndin við.


Hún Anna Guðrún verður hér, og Ragna og Valur sýnist mér

Freyja og Tommi taka spor, já það verður ekkert slor.

Svava Halldóra upp við barinn, en Unnur Dröfn hún verður farin.

Ingólfur Haralds klikkar ekki, ef að rétt ég hann þekki.

Kolbrún Guðmunds kemst loks inn, en þó ekki í fyrsta sinn.


Við erum að skemmta í kvöld, á þorrablóti

Á staðnum verður rosalangur gestalisti.

Þar mætir kannski fólk ,sem allir kannast við

En kannski mætir engin nema þorranefndin við


Franklín sexý er á honum, á höttunum eftir konum.

Kalla og Reynir eru hér, með flestar stelpurnar með sér.

Þórdís Adda hún er ein, en Maggi og Eva eru sein.

Rúna og Brói eru bæði og Hafþór Óskars, hann er æði.

Sölvi í Odda kíkir við, af gömlum og góðum sið.


Þetta er gestalistinn, þetta er gestalistinn

Þetta er gestalistinn,


 Nú Ragna Ólöf er á honum, ásamt nokkrum öðrum konum

Erna Gunnars , Raggi Torfa, Svanur Hólm og Hrönn á Bakka

Maggi Ómars mætir ekki, enda komin í þunga hlekki.

Sandra og Inga verða þar en bara ef að þær fá far.

Ég vona að þorranefndin mæti ,annars verða svaka læti

Og ég gestina alla græti.

Veðurfarið þetta sumarið var frekar slappt, full mikil ferð á logninu og sólin hálf feimin við að láta sjá sig. Pottarnir sviku ekki frekar en vanalega og var fólk oft á tíðum heldur fáklætt og stundum jafnvel nakið í þeim.Voru Sunna og Dóri svo heppin að fá að vera með í topplausu pottapartýi í haust. Reyndar án vitneskju Sunnu.

Mannlífið í hreppnum var mjög fjölþjóðlegt og einstaklega vinvætt á síðasta ári. Hér voru meðal annars Vatnavinir ,Veraldarvinir, Kræklingavinir og allskonar aðrir vinir. Jenný var alveg í skýjunum yfir að hafa fengið ókeypis vinnuafl í hreppinn, því nú á dögum nennir enginn að gera neitt fyrir ekki neitt. En viti menn, Jenný var ekki lengi í paradís því ekki nokkur maður nennti að kenna þeim að vinna, nema Friggi sem fékk liðið til að rífa upp gamlar girðingar hjá sér. Þegar hann var spurður út í það hvernig hann talaði við þau ,þá sagði hann að það væri ekkert mál, hann rifi bara upp einn staur og benti svo á hina sem eftir væru og sagði svo" gera same".

Friggi náði alveg ótrúlega góðu sambandi við þessa nýju vini sína, taldi hann sig vera farinn að skilja þau mjög vel. Sannaði það sig einn daginn þegar hann var staddur út á Mýrum hjá Bjarna El. Fékk hann þá neyðarhringingu frá Halldóri Loga sem þá var staddur um borð í Grímseynni fram á sundinu. Og spurði Halldór pabba sinn hvort Svansi væri farinn að smala, því það væri svo mikil ferð á fénu fyrir ofan Mýrarnar. Hélt Friggi að svo væri nú ekki en ákvað samt að hringja í Svansa til öryggis. Spurði Svansi hann hvort hann væri orðinn ruglaður, hvort hann vissi ekki að það væri bara júlí. Ekki leyst Frigga á blikuna með ferðina á fénu og ákvað eins og góðs bústjóra er siður að taka málin í sínar hendur,fór hann á sínum fjallabíl upp Íllasundið og upp að girðingu
Þar var einn Veraldravinur að hlaupa á eftir fullorðnum hrúti sem var frekar fóta lúinn því þessi vinur okkar vild fá mynd af sér og hrútnum og kom Friggi í þann mund sem hann var að fanga hrútinn og greiða honum (já það er satt hann var að greiða hrútnum) og bað hann Frigga að taka mynd af sér og hrútnumTek photo en Friggi miskildi hann og sagð no gott photo!!! no gott photo!!! og átti þá við fætur hrútsins væru ekki góðir.


Það er nú aldeilis ekki ónýtt fyrir okkur Strandamenn að eiga heilan ráðherra, allavega á tyllidögum þá er sjávarútvegsráðherrann okkar Strandamaður.          Hann ákvað í sumar sem leið, að koma á fót strandveiðum og auðvitað héldum við að það væri bara fyrir okkur Strandamenn, en svo var víst ekki. Kepptust nú menn við að ná sér í leyfi, en auðvitað eins og alltaf, þá var skrifræðið fyrir sunnan frekar hægvirkt ef svo má segja.Voru nú allir bátar græjaðir á handfæraveiðar, en þegar okkar menn komust loks á sjó þá var potturinn búinn. Þurftu nú menn að bíða eftir næsta tímabili og nú skildi taka á því, en viti menn ,potturinn kláraðist áður en búið var að leysa landfestar.Þetta er því alger skrípaleikur.

Loksins, loksins,loksins, já, nú eru þau kát hjónin á Kvíabala 4. Hvers vegna spyrjið þið kannski. Jú, nú er loksins risinn jólaskrautsgeymslan hennar Jennýjar. Það er nú samt ekki alveg víst að Jón sé sammála því. Það var snemma í haust sem þau létu til skarar skríða. Byrjaði Jón á því að setja niður hæla, fékk svo Val til að taka fyrir grunninum. Stuttu síðar mættu svo smiðir á staðinn frá smidandi.is. Hófust þeir strax handa við að slá upp fyrir sökklinum. Eitthvað dróst þó að steypa,vegna snjóa og kulda. Þegar loks skánaði veðrið og hlánaði, var drifið í að steypa grunninn.Nú var Jón kátur,því hlýindakafli var í vændum og engin hætta á frostskemmdum. Hélt hann því glaður til vinnu sinnar. En Adam var ekki lengi í paradís,því að á meðan Jón var í vinnunni kom óboðinn gestur í heimsókn og markaði hann spor sín í nýsteypta plötuna. Var hér á ferðinni hundurinn frá Bæ, sem elt hafði eina húsfrúna sem var í heilsubótargöngu. Þegar Jón kom heim frá vinnu um kvöldmatarleitið,brá honum heldur betur í brún,nýsteypt platan öll úttröðkuð svo að stórsá á henni.Nú varð Jón alveg brjálaður, æddi um eins og naut í flagi svo Jenný varð drulluhrædd um að hann fengi hjartaáfall. Þegar nágrannar hans litu svo út um gluggann seinna um kvöldið vissu þeir ekki hvað væri eiginlega í gangi , sáu þeir hvar Jón lá á maganum á plastplötu og baðaði út höndunum.Var hann þá að reyna að laga sporinn sem hundurinn hafði skilið eftir sig í steypunni. Kannski hundurinn hafi eitthvað misskilið tilganginn með steypunni og haldið að þarna væri komin frægðarstétt Kaldrananeshrepps svona eins og er í Hollywood. Allavega þá skilur Jenný ekkert í því hver vilji eiga svona dýr.  

Það er nú alltaf líf og fjör í beitningarskúrunum.

Þar eru málin rædd og krufin til mergjar,bæði í gamni og alvöru. Eitthvað voru þær stöllur í skúrnum hjá Helgu og Hadda niðursokknar í umræðuna, á meðan að Haddi skrapp inní frystiklefann til að taka til

og ekki vildi betur til en hann lokaðist inní frystiklefanum og komst ekki út og var hann búinn að hrópa!!! og kalla!!! og henda í hliðina á gámnum til að skapa hávaða en þær stöllur töluð bara saman og heyrðu ekki neitt

en Helga var að pæla í hvað það tæki Hadda langan tíma að taka til svo var bara haldið áfram að tala og hlegið dátt.
En það vildi Hadda til happs að Ölver rafvirki var staddur þarna við að yfirlíta gámanna og heyrði ógurleg læti og kíkti inn í frystiklefan byrtist ekki Haraldur út um hurðinna helfrosinn og og stundi ég var farinn að halda að þetta væri mitt síðasta!!!.


Birrr birrrr !!! #%$#%$#&%$# (bölf og ragn)
Og kom til Helgu
og sagði með skjálfandi röddu ætlaru að drepa mig kona???  Ha hvað ??? nú varst ekki að taka til Haddi minn!!!Jæja Haddi minn við förum þá bara heim og fáum okkur eitthvað gott í kroppin.

Svo kom smá hlé.

Hafdís systir átti afmæli þennan dag 6/2Tekist hefur samvinna með sveitarfélögunum Kaldrananeshreppi og Strandabyggð um rekstur kynlífsráðgjafar. Til verksins hafa verið ráðnir tveir kynlífsráðgjafar, hvor úr sínu sveitarfélaginu,þeir nafnar og frændur Guðbrandur Sverrisson úr Kaldrananeshreppi og Guðbrandur Björnsson úr Strandabyggð.

Mun Svanur Hólm bóndi á Gautshamri hafa RYÐIÐ á vaðið og fengið sýnikennslu hjá þeim félögum að sjálsögðu í fjárhúsunum (því einn hrúturinn vildi ekki gegnast kindunum) og aðspurður segir hann að nú sé þetta alla annað líf hjá sér. Svanur mun hafa boðið bústjóra sínum að vera viðstaddur kennsluna en kvaðst hann ekki eiga við nein kynlífsvandamál að stríða og mætti því ekki í sýnikennsluna.

Seinni partinn í haust fóru nokkrir vaskir menn að leita að kindum sem vantaði af fjalli. Einn þeirra var ungi bóndinn í Odda. Fundu þeir kindurnar og tókst þeim að koma þeim áleiðis til byggða. Eitthvað dró þó mikið af einu lambinu, þannig að þeir þurftu að skiptast á að bera það á öxlunum til byggða. Þegar Steinar bóndi var með það á öxlunum í annað skipti þá hætti lambið að sprikla, hugsaði hann með sér hvað það væri nú miklu þægilegra að bera lambið svona rólegt. Kom nú að því að skipta við næsta mann, en viti þið menn var lambið þá ekki dautt. Hafði Steinar þá borið lambið þó nokkurn spöl steindautt. Fannst félögum hans það heldur fyndið að ungi bóndinn í Odda þekkti ekki mun á lifandi lambi og dauðu lambi.

Á haustmánuðum ákváðu hjónin á Bassastöðum að reyna að drýgja tekjur sínar með því að byrja að brugga Berjavín. Fór þetta mjög leynt í fyrstu eða þar til tappa skammirnar fóru að skjótast úr flöskunum með miklum hávaða og látum. Ekki leyst frú Lilju á blikuna og reyndi hún að koma flöskunum út úr húsinu sem fyrst. Ekki komust þó allir flöskurnar út á réttum tíma og mun nú húsið á Bassastöðum hafa tekið nýjum litum að innan þetta árið.

Ótrúlega mikil frjósemi var hjá Bassastaða fjölskyldunni á árinu, barnabörnin komu eitt af öðru, og sér ekki fyrir endann á því, sem betur fer.

Sauðburðurinn dróst líka eitthvað fram á haustið, þegar eldgömul rolluskjáta tók upp á því að bera. Brandur hefur þó aldrei fengið jafn vænt lamb af fjalli og í haust, enda var þar um að ræða eftirlegu kindur frá síðasta ári.

Svo var komið að nýju atvinnugreininni sem var Súludans karlmanna eins og þið sjáið.
Þetta voru taktar í lagi og trilltist salurinn og var stappað og klappað í takt við dúndrandi undirspil.

Svo var tilkynnt hver verður í næstu Þorranefnd.

Og síðan spilaði hljómsveitinn Skógarpúkarnir frá Reykhólum á dúndrandi balli

emoticon     Svo eru mun fleiri myndir inn á   "MYNDAALBÚMI" 

12.02.2010 14:00

Myndir 26/1 til 5/2. 2010

Hæ hæ. Æ,æ ég klikkaði á dagsetningu á þessu bloggi og því er það ekki komið fyrr inná þessa síðu. Það eru komnar nýjar myndir í Myndaalbúmið og á bloggið frá 26/1 til 5/2. Febrúar 2010.

Svo eru mun fleiri myndir inn á "MYNDAALBÚMI"
 emoticon

02.02.2010 21:03

2/1 TIL 25/1 2010

"Jæja þá fer að líða að Þorra" Það eru komnar nýjar myndir í Myndaalbúmið og á bloggið frá 2/1 til 25/1. Janúar 2010.Svo eru mun fleiri myndir inn á "MYNDAALBÚMI"
 emoticon

  • 1

Vafraðu um

Tenglar

Um mig

Nafn:

Árni Þór Baldursson

Farsími:

893 - 7061

Afmælisdagur:

10 - 02 - 1964

Heimilisfang:

Odda Bjarnarfirði Strandasýslu.

Staðsetning:

Strandasýsla

Heimasími:

451 - 3382

Faðir:

Baldur Sigurðsson

Móðir:

Erna Argrímsdóttir

Önnur vefsíða:

http://www.

Um:

Er verkstjóri hjá saltfiskvinnslunni Drangi á Drangnesi og löggiltur vigtunarmaður.
Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 2461477
Samtals gestir: 342746
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 13:01:51

Eldra efni