Myndir Árna Þórs frá Odda

Þetta eru flestar myndirnar sem ég tek á myndavelina mína.

Færslur: 2011 Júlí

31.07.2011 21:50

16 til 17. Júní 2011.

(-_-)...Nýjar myndir komnar frá 16.Júní til 17.Júní 2011.Og svo eru fleiri myndir í Albúmi...(-_-)

emoticon

04.07.2011 14:49

Drukknun.

Vittone skrifaði greinina Drowning Doesn´t Look Like Drowning sem hefur verið lesin af milljónum um heim allan og lesendur hafa örugglega rekist á á Facebook. Í henni er vitneskja sem ekki hefur verið öllum kunn og er hún skyldulesning fyrir alla.

 

Mario Vittone er óvenjulegur maður. Hann fæddist í Maryland í Bandaríkjunum árið 1965 og hefur verið að fylgjast með fólki neðansjávar frá því hann man eftir sér. Vittone hefur verið í forystu í bandarísku landhelgisgæslunni (United States Coast Guard) í mörg ár en einbeitir sér nú að starfi sínu sem sérstakur öryggisráðgjafi í öryggi á sjó í Norfolk, Virginiu.


 

Sérgrein hans er ofkæling líkamans, drukknanir, björgun úr sjó og öryggi á sjó. Greinar hans hafa birst í mörgum þekktum tímaritum, m.a. Readers Digest, Yachting Magazine, SaltWater Sportsman, MotorBoating Magazine, Lifelines og On-Scene."

 

"Ég á þrjá bræður og eina systur. Við kepptum í sundi þegar við vorum yngri og flest okkar urðu lífverðir á sjó þegar við urðum eldri," segir Vittone. "Ég hef alltaf elskað hafið og ástæða þess að ég valdi mér þetta starf var mér mjög eðlilegt. Faðir minn, sem var hæstaréttardómari, dó þegar ég var 12 ára svo það hvatti mig enn frekar til að gera eitthvað öðruvísi við líf mitt."

 

Blaðamaður spyr hvers vegna Drowning hafi verið skrifuð. Vittone segist hafa skrifað hana fyrir mörgum árum. "Það fékkst þó enginn til að birta hana hjá sér. Ég skrifa fyrir fjölmörg tímarit en þetta var ein af þeim greinum sem ég gat ekki selt neinum! Ég jafnvel bauðst til að gefa tímaritum hana, en enginn vildi þiggja hana."

 

Mario birtir greinina á heimasíðu sinni þar sem greinin er komin með tæplega 150.000 "læk" - og að sögn Mario hefur greinin verið lesin af yfir 12 milljón manns. Greinin hefur verið þýdd á 12 tungumál, þ.á.m. íslensku.

 

"Ég vildi að upplýsingarnar næðu til fólks, svo ég gaf hana fyrst út á heimasíðu vinar míns. Svo núna í maí fékk greinin svo mikla útbreiðslu á Facebook að síðan hans hrundi! Ég hef núna sett hana á mína eigin síðu. (mariovittone.com) Bandaríski Rauði krossinn þýddi greinina á kínversku og víetnömsku. Hún hefur birst í yfir 150 tímaritum og dagblöðum um heim allan og mun stytt útgáfa birtast í Readers Digest."

 

Mario skrifaði fyrst um drukknun fyrir landhelgisgæsluna árið 2006. Hann segist hafa orðið steinhissa á því hversu margir björgunarsérfræðingar og strandverðir vissu ekkert um hvernig drukknun liti út.

 

En hvernig er að hafa ástríðu fyrir jafn sérstöku starfi og þessu? Mario svarar því til að hafa valið sér öryggismál og björgun sé mesti heiður í lífi hans. "Ég get ekki ímyndað mér meira gefandi starf en að koma heim með manneskju sem hélt hún myndi aldrei sjá heimilið sitt aftur. Ég lifi frábæru lífi - ég skrifa um áhugamál mitt og held fyrirlestra um þessi sömu mál. Ég hef unun af því. Ég er 45 ára gamall svo að hoppa út úr þyrlum að bjarga fólki er eitthvað sem ég eftirlæt yngri kollegum mínum núna."

 

Greinin hefur verið þýdd á íslensku. Hver er tenging Mario við Ísland?

 

"Ástæða þess að greinin er á íslensku er sú að lesandi hafði samband við mig og spurði hvort greinin mætti vera þýdd á íslensku. Ég segi aldrei nei við beiðnum þess efnis að breiða út boðskapinn. Sá sem vill endurútgefa eða þýða greinina má það gjarnan, þó ég kunni vel að meta það þegar fólk spyr og setur hlekk á vefsíðuna mína.

 

Annars hef ég ekki tengingu við Ísland aðra en þá að eldfjöllin ykkar hafa tvisvar sinnum hindrað mig í að fara til Skotlands!"

 

Hvað myndir þú telja að nauðsynlegast sé fyrir fólk að læra um sjóinn?

 

"Sjórinn er óútreiknanlegur staður. Eins fallegur og friðsæll og hann getur sýnst mun hann aldrei vera okkur hliðhollur. Frá því augnabliki sem þú ferð ofan í sjóinn og þar til þú ferð upp úr honum er hann að reyna að enda líf þitt. Svo þú þarft að vera undirbúa þig fyrir þá hættu - alltaf."

 1. Það er undantekning ef sá sem er við það að drukkna getur kallað á hjálp. Öndunarfærin eru fyrst og fremst til að anda. Röddin er í öðru sæti.Fullnægja þarf súrefnisþörfinni áður en hægt er að tala.

 

 2. Munnurinn er ýmist í kafi eða uppúr, - ekki nógu lengi uppúr til þess að ná að anda frá  - anda að - og kalla á hjálp. Ólíklegt er að fólk hafi nema rétt nægan tíma til að - anda snöggt frá sér og aftur að sér - áður en það byrjar að sökkva aftur.

 

  3. Drukknandi maður getur ekki veifað eftir hjálp. Hann teygir ósjálfrátt út handleggina og þrýstir niður. Þannig réttist líkamann af svo munnur helst uppúr meðan andað er.

 

4. Eftir að ósjálfráðu lífsbjargarviðbrögðin (IDR) hafa tekið við, hefur fólk ekki lengur stjórn á handahreyfingum. Af lífeðlisfræðilegum orsökum getur drukknandi maður ekki "hætt við" og notað viljastyrk til að veifa eftir hjálp, færa sig til björgunarmanns eða teygja sig í björgunartæki.

 

 

5.   Líkaminn er í uppréttur/lóðréttur allan tímann sem ósjálfráða sjálfsbjargarferlið er í gangi. Samt virðist fólk ekki sparka frá sér til að halda sér uppi. Án aðstoðar þjálfaðs björgunarmanns, getur maður aðeins barist um í 20-60 sekúndur áður en maður sekkur.

Punktar úr greininni á íslensku:

Drukknun er ekki eins og drukknun

Hann stökk alklæddur út í sjóinn, - skipstjórinn, fyrrum björgunarmaðurinn. Hann hafði ekki augun af manneskju, synti að fólkinu sem svamlaði milli fjöru og bátsins sem lá við ankeri. "Hann heldur örugglega að þú sért að drukkna," sagði maðurinn við konu sína. Þau höfðu verið að busla og ærslast en stóðu nú kyrr. Sjórinn náðu þeim upp að hálsi. "Það er allt í lagi með okkur, hvað er að honum?" spurði hún svolítið pirruð. Maðurinn hrópaði "Allt í lagi hjá okkur!" og bandaði honum frá, en maðurinn synti áfram án afláts.

"Frá!" hreytti hann úr sér þegar hann kom að fólkinu sem skildi ekki hvað gekk á. Nokkrum metrum fyrir aftan þau var 9 ára dóttir þeirra að drukkna.

Loks þegar hún var örugg í fangi skipstjórans brast hún í grát kallaði á "pabba".

Hvernig áttaði maðurinn sig - úr 15m fjarlægð - á því sem faðirinn gat ekki, aðeins 3m frá telpunni?

Drukknun er ekki æðisgenginn gusugangur og hróp á hjálp, eins og flestir halda. Skipstjórinn var sérþjálfaður, með áralanga reynslu af því að þekkja einkenni yfirvofandi drukknunar. Faðirinn hafði hinsvegar "lært" af sjónvarpinu.

Þeir sem einhvern tíma eru nálægt vatni (við öll!) ættu að sjá til þess að allir viti fyrir hverju þurfi að vera vakandi, þegar fólk fer útí. Litla stúlkan gaf engin hljóð frá sér fyrr en hún gat hrópað grátandi á "pabba".
_________________________

Þar sem ég hef verið strandvörður, varð ég alls ekki hissa á þessari frásögn. Drukknun er yfirleitt svo hæglát og hljóðlaus að nærstaddir átta sig alls ekki.

Handapatið, skvetturnar og ópin sem sjást í sjónvarpinu eru sjaldnast raunin.

Eðlislæg viðbrögð við drukknun "The Instinctive Drowning Response" kallar Francesco A. Pia, Ph.D. ósjálfráð viðbrögð fólks sem er að drukkna eða heldur það.
Viðbrögðin eru ólík því sem flestir halda, því það er mjög lítið buslað og ekkert veifað eða hrópað; ekki kallað á hjálp með neinum hætti. Drukknun er svo "lúmsk"  að hún er næst algengust banaslysa barna undir 15 ára (umferðarslys  algengari) - af þeim börnum sem munu drukkna á næsta ári, verður helmingur innan við 25m frá foreldrum/fullorðnum. Í 10% tilvika munu fullorðnir bókstaflega horfa á börnin drukkna, alveg grunlaus. (CDC)

"Drukknun lítur ekki út eins og drukknun"
segir Dr. Pia í blaði strandgæslumanna "Coast Guard's On Scene Magazine" og lýsir ósjálfráðum viðbrögðum drukknandi manns:

1.         Það er undantekning ef sá sem er við það að drukkna getur kallað á hjálp. Öndunarfærin eru fyrst og fremst til að anda. Röddin er í öðru sæti.
Fullnægja þarf súrefnisþörfinni áður en hægt er að tala.

2.         Munnurinn er ýmist í kafi eða uppúr, - ekki nógu lengi uppúr til þess að ná að anda frá  - anda að - og kalla á hjálp. Ólíklegt er að fólk hafi nema rétt nægan tíma til að - anda snöggt frá sér og aftur að sér - áður en það byrjar að sökkva aftur.

3.         Drukknandi maður getur ekki veifað eftir hjálp. Hann teygir ósjálfrátt út handleggina og þrýstir niður. Þannig réttist líkamann af svo munnur helst uppúr meðan andað er.

4.         Eftir að ósjálfráðu lífsbjargarviðbrögðin (IDR) hafa tekið við, hefur fólk ekki lengur stjórn á handahreyfingum. Af lífeðlisfræðilegum orsökum getur drukknandi maður ekki "hætt við" og notað viljastyrk til að veifa eftir hjálp, færa sig til björgunarmanns eða teygja sig í björgunartæki.

5.         Líkaminn er í uppréttur/lóðréttur allan tímann sem ósjálfráða sjálfsbjargarferlið er í gangi. Samt virðist fólk ekki sparka frá sér til að halda sér uppi. Án aðstoðar þjálfaðs björgunarmanns, getur maður aðeins barist um í 20-60 sekúndur áður en hann sekkur.

(On Scene Magazine: Haust 2006 bls. 14)

Þetta þýðir auðvitað ekki að sá sem hrópar á hjálp og bægslast um í örvæntingu, sé ekki í alvöru vanda;  "vatnsfelmtur" (aquatic distress; skyndileg ofsahræðsla í vatni) hefur gripið hann. Ekki gerist þetta alltaf áður en ósjálfráða viðbragðsferlið tekur við. "Vatnsfelmtur" varir ekki lengi - og öfugt við þá sem raunverulega eru að drukkna, getur fólkið hjálpað til við eigin björgun, - gripið í björgunartaug o.þ.h.

Leitið að einkennum yfirvofandi drukknunar:

 • Vatnið nær hátt - munnur við yfirborð
 • Höfuð hallast aftur - munnur opinn
 • Augun tóm og glansandi - geta ekki einblint ("fókusað")
 • Augun lokuð
 • Hárið niður á enni eða fyrir augum
 • Spyrnir ekki - er lóðréttur í vatninu
 • Ofandar eða sýpur hveljur
 • Reynir að synda en kemst hvergi
 • Reynir að koma sér á bakið
 • Ófær um að koma sér úr vatninu, t.d. við stiga

Þannig sérðu að þótt einhver falli útbyrðis og virðist vera í lagi - skalt þú ekki vera of viss. Það ólíklegasta er raunin, - sé einhver alveg að drukkna - lítur hann ekki út fyrir að vera að drukkna!  ann gæti virst vera að troða marvaðann og horfa upp á þilfar.

Hvernig getur maður verið viss?  Spurðu t.d.: "Er allt í lagi með þig?"
Ef hann getur á annað borð svarað, er sennilega í lagi með hann. En ef þú mætir tómu augnaráði, hefurðu e.t.v. minna en 30 sek. til að komast til hans.

Foreldrar! Börn að leik í vatni eru hávaðasöm. Þegar hættir að heyrast í þeim SKALTU FARA STRAX til þess að komast að orsökinni!

 

Translation by: .Eygló Yngvadóttir


03.07.2011 18:59

3.Júní til 15.Júní.2011.

(-_-)...Nýjar myndir komnar frá 3.Júní til 15.Júní 2011.Og svo eru fleiri myndir í Albúmi...(-_-)emoticon
 • 1

Vafraðu um

Tenglar

Um mig

Nafn:

Árni Þór Baldursson

Farsími:

893 - 7061

Afmælisdagur:

10 - 02 - 1964

Heimilisfang:

Odda Bjarnarfirði Strandasýslu.

Staðsetning:

Strandasýsla

Heimasími:

451 - 3382

Faðir:

Baldur Sigurðsson

Móðir:

Erna Argrímsdóttir

Önnur vefsíða:

http://www.

Um:

Er verkstjóri hjá saltfiskvinnslunni Drangi á Drangnesi og löggiltur vigtunarmaður.
Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 2461477
Samtals gestir: 342746
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 13:01:51

Eldra efni